Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra.
Fréttir 15. apríl 2016

Búvörusamningarnir eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændur samþykktu samningana í Búnaðarþingi í febrúar síðastliðinn. Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra segir samningana vera eitt af þeim stóru málum sem ríkisstjórnin vill afgreiða fyrir kosningar í haust.

Ólíklegt er að samningarnir fari í gegnum þingið í óbreyttri mynd nái stjórnarandstaðan meirihluta á þingi eftir kosningar í haust.

Mannahrókeringar og ný ríkisstjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, tók við embætti forsætisráðherra í kjölfar mótmæla vegna Wintris-málsins svokallaða og afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Samhliða því var Gunnar Bragi Sveinsson settur ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Lilja Alfreðsdóttir ráðin sem utanríkisráðherra.

Aðdragandi ráðherraskiptanna var umfjöllun Kastljóss um tengsl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Ólafar Nordal innanríkisráðherra við skráð aflandsfélög hjá fyrirtækinu Mossack Fonseca á Panama. Alda mótmæla fylgdi í kjölfarið þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Í framhaldi af því var mynduð ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga.

Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar eru allir þeir sömu og í síðustu stjórn að því undanskildu að Sigmundur Davíð er ekki lengur ráðherra, Sigurður Ingi er forsætisráðherra, Gunnar Bragi er sjávarútvegs- og landbúnaðarmála og Lilja Alfreðsdóttir er sest í ráðherrastól utanríkismála.

Áhersla á samþykkt búvörusamninganna

Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra sagði í stuttu samtali við Bændablaðið að hann teldi yfirgnæfandi líkur á að búvörusamningarnir næðu í gegnum þingið áður en að þing yrði rofið og efnt til kosninga í haust.

„Búvörusamningarnir eru eitt af stóru áherslumálum ríkisstjórnarinnar. Bændur eru búnir að samþykkja samningana og ég sé ekki annað en að samþykkt þeirra muni ganga eftir í þinginu. Að minnsta kosti munum við leggja áherslu á að svo verði.“

Gunnar segist ekki vilja segja neitt til um framgang annarra mála tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu. „Við erum ekki enn búin að ganga frá áherslulistanum og vitanlega munu einhver mál sem ekki verða talin bráðnauðsynleg detta út en ég get ekki enn sagt hvaða mál það eru.“

Fánamálið svokallaða sem snýr að upprunamerkingum matvæla var afgreitt úr nefnd 12. apríl að sögn Gunnars og því góður gangur á því að hans sögn. Miðað við það má telja góðar líkur á að fánamálið, sem verið hefur í umræðunni í fjölda ára, verði loks afgreitt á Alþingi.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...