Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag voru búvörulögin löglega sett vorið 2024, þegar kjötafurðastöðvum voru veittar undanþágur til samvinnu og samruna.
Samkvæmt dómi Hæstaréttar sem var kveðinn upp í dag voru búvörulögin löglega sett vorið 2024, þegar kjötafurðastöðvum voru veittar undanþágur til samvinnu og samruna.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. maí 2025

Búvörulögin voru löglega sett

Höfundur: smh

Hæstiréttur hefur í dag snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að búvörulögin væru ólögleg sem sett voru á síðasta ári og gáfu kjötafurðastöðvum undanþágur til samvinnu og samruna.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að þeirri niðurstöðu 18. nóvember á síðasta ári, að þær breytingar sem gerðar voru á búvörulögum á vordögum 2024, sem veitti kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum til samvinnu og samruna, stæðust ekki 44. grein stjórnarskrárinnar. Að endanlegt frumvarp hefði ekki fengið þrjár umræður á Alþingi áður en það var samþykkt, vegna þess að breytingarnar á milli fyrstu og annarrar umræðu hefðu orðið svo miklar að leggja hefði þurft málið fram að nýju.

Samkeppniseftirlitið áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur beint til Hæstaréttar með þeim rökstuðningi dómurinn gæti haft fordæmisgildi, almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna eða verulega samfélagslega þýðingu.

Í greinargerð Hæstaréttar vegna dómsins segir í kaflanum um hvort áskilnaði 44. greinar stjórnarskrárinnar hafi verið fullnægt við samþykkt laga, að „Svo sem áður greinir verður að játa Alþingi víðtækt svigrúm til mats á því hvort breytingartillaga við frumvarp, sem fram kemur að lokinni fyrstu umræðu, standi í nægum efnislegum tengslum við það svo að áskilnaði 44. gr. stjórnarskrárinnar um þrjár umræður sé fullnægt. Að því virtu er ekki á það fallist að við meðferð Alþingis á því frumvarpi sem varð að lögum nr. 30/2024 hafi verið farið út fyrir það svigrúm sem þingið nýtur samkvæmt framansögðu til breytinga á frumvarpi þannig að brotið hafi verið gegn þessu stjórnarskrárákvæði.“

Fljótlega eftir að búvörulögin voru samþykkt bárust tíðindi af því að viðræður væru farnar af stað um möguleg kaup Kaupfélags Skagfirðing á Kjarnafæði Norðlenska, sem gengu svo í gegn seint á síðasta ári. Því hefur fram til þessa ríkt um þau viðskipti lagaleg óvissa.

Atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í febrúar til breytinga á búvörulögum þar sem fella átti úr gildi undanþágur framleiðendafélaga frá ákvæðum samkeppnislaga. Fyrsta umræða fór fram í mars en var vísað þaðan til atvinnuveganefndar þar sem það hefur legið síðan.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...