Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændur í Bandaríkjunum fengu mikla fjárhagsaðstoð til að takast á við margvíslegan vanda á síðasta ári, m.a. vegna óveðurs og COVID-19. Þeir komu löndum sínum líka til aðstoðar með því að dreifa 100 milljónum matarpökkum til þeirra sem á þurftu að halda.
Bændur í Bandaríkjunum fengu mikla fjárhagsaðstoð til að takast á við margvíslegan vanda á síðasta ári, m.a. vegna óveðurs og COVID-19. Þeir komu löndum sínum líka til aðstoðar með því að dreifa 100 milljónum matarpökkum til þeirra sem á þurftu að halda.
Fréttir 23. mars 2021

Búist við áframhaldandi hækkunum á kornverði

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkjanna fór yfir stöðu landbúnaðarmála á ráðstefnu um horfur í greininni sem haldin var á netinu 18. og 19. febrúar síðastliðinn. Þemað þetta árið var seigla.

Þar kemur fram að fólk hafi upplifað mikla seiglu í landbúnaði og matvælaiðnaðinum vegna vanda sem takast þurfti á við vegna COVID-19. Bændum hafi tekist að halda áfram að halda uppi nægu framboði öruggra matvæla á viðráðanlegu verði. Jafnvel þó mjög hafi reynt á aðfangaöflun og dreifingarleiðir.

„Við höldum með bjartsýni inn í 2021,“ sagði í inngangi hagfræðinga ráðuneytisins á ráðstefnunni.

„Þrátt fyrir áframhaldandi áskoranir virka markaðir vel og fæðuframboð er áfram nægilegt, matvæli örugg og á viðráðanlegu verði. Vöruverð er hátt og endurspeglar í sumum tilvikum sögulega litlar birgðir og ótrúlega mikla eftirspurn eftir útflutningi þrátt fyrir hækkandi verð. Við höldum áfram að einbeita okkur að vera leiðandi til skamms tíma í áframhaldandi heimsfaraldri samhliða áskorunum til lengri tíma litið til að bæta framleiðni landbúnaðarins. Einnig til að vaxa á erlendum mörkuðum fyrir bandarískar afurðir og viðhalda stöðu Bandaríkjanna með lágt kostnaðarhlutfall, sem og mestu og öflugustu matvælaframleiðslu í heiminum.“

Stoltur bandarískur bóndi við dráttarvél sína á akrinum. Mynd / Kissed A Farmer

Hækkandi verð á korni og olíufræi

Bent er á að verð á korni og olíuríkum jurtum hafi farið vaxandi vegna samdráttar í framleiðslu og aukinnar eftirspurnar. Dregið hafi úr ræktun á 8 helstu korntegundum og hafi hekturum í ræktun fækkað um 8 milljónir ekra síðan 2014 (um 3,2 milljónir hektara), eða úr 257 milljónum í 249 milljónir ekra. Á síðasta ári hafi veður líka leikið bændur grátt í sumum hlutum Bandaríkjanna. Allt hefur þetta leitt til minna framboðs og hækkandi afurðaverðs.

Ráðuneytið býst við að plantað verði í flesta þá akra á árinu 2021 sem ekki voru nýttir á síðasta ári. Búast megi við að uppskeran í ár af korni, hveiti og sojabaunum í Bandaríkjunum verði sú mesta síðan 2016. Mögulegt sé að lagðar verði 227 milljónir ekra undir slíka ræktun á þessu ári, eða sem svarar um 90,8 milljónum hektara.

Að mati landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur þó aukin eftirspurn eftir landbúnaðarafurðum í Kína haft einna mest áhrif á hækkandi verðlag. Þá hafi birgðir í heiminum í upphafi árs 2021 á korni, sojabaunum og hveiti ekki verið minni í mörg ár. Því megi búast við meiri verðhækkunum fram á næsta ár. Mögulegt sé þó að samdráttur í hagvexti víða um heim geti dregið verðið niður.
Ráðuneytið bendir á að miklir erfiðleikar hafi komið upp í mjólkur- og kjötframleiðslu vegna áhrifa af COVD-19. Vandi við slátrun og markaðssetningu á kjöti hafi riðlað markaðnum en haft mismunandi áhrif á mismunandi kjötgreinar. Betur hafi þó gengið að komast yfir þessa erfiðleika en búist var við, en hækkandi verð á fóðri muni þó áfram hafa mikil áhrif á kjötframleiðsluna.

23 milljarðar dollara í neyðaraðstoð til bænda

Yfirvöld hafa gripið til margvíslegra ráðstafana til að styðja við bandarískan landbúnað í COVID-19 faraldrinum. Þannig var sett í gang verkefni undir nafninu Coronavirus Food Assistance Program (CFAP) og annað undir heitinu Farmers to Families Food Box Program, eða matarpakkar bænda til fjölskyldna.

Undir CFAP var veitt 23,6 milljörðum dollara í aðstoð með beinum greiðslum til bænda til að takast á við tjón vegna faraldursins. Þetta samsvarar um 3.037 milljörðum íslenskra króna.

Matarpakkaverkefnið miðaði einkum að því að tengja bændur betur við neytendur. Í gegnum þetta verkefni voru framleiddir yfir 100 milljón matarpakkar fyrir fólk í neyð. Svipaðar aðgerðir voru settar í gang fyrir skóla.

Spáð 5,5% samdrætti í veltu landbúnaðar

Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkjanna reiknar með að velta í landbúnaði dragist saman úr 136,2 milljörðum dollara árið 2020 í 128,3 milljarða dollara á árinu 2021, eða um 5,5%. Inni í þessum samdrætti er tekið tillit til lækkaðs verðmats á innviðum í landbúnaði upp á 9,8 milljarða dollara. Samt er búist við 2,2% verðmætaaukningu fasteigna og lands sem standa undir 82,6% af eignastöðu landbúnaðarins. Er því spáð að verðmæti þessara eigna fari í 2,63 billjónir dollara á árinu 2021. Eignaskuldir munu líka aukast um 3,1% á árinu 2021 og fara í 287,4 milljarða dollara. Hafa fasteignaskuldir í landbúnaði verið að aukast á hverju ári síðan 2014 og búist er við að þær skuldir standi fyrir 65,1% af heildarskuldum landbúnaðarins á árinu 2021. Hrein eign í greininni er þó enn margföld umfram skuldir. 

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...