Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu.
Fréttir 9. nóvember 2022

Bolsonaro umhverfissóði tapaði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, sigraði Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum þarlendis um síðustu helgi.

Úrslit kosninganna voru tvísýn allt fram á síðustu stundu og da Silva sigraði með tæplega 1% meirihluta. Lula da Silva, sem er 77 ára, tekur við embættinu um næstu áramót.

Bolsonaro, fráfarandi forseti, hefur allt frá því hann var kosinn í embætti verið harðlega gangrýndur fyrir afstöðu sína í umhverfismálum.

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu í valdatíð Bolsonaro um verndun skóga sýna loftmyndir að skógareyðing er enn að aukast og að eyðing þeirra er helsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda þar í landi. Skógareyðing í Amason jókst um 72% á meðan hann sat í embætti forseta.

Bolsonaro hefur blásið á alla gagnrýni um skógareyðingu í Brasilíu og segir að um eðlilegar skógarnytjar sé að ræða. „Annaðhvort kalla menn mig Kaptein keðjusög eða líkja mér við Neró keisara og segja mig bera ábyrgð á skógareldunum.“ Haft hefur verið eftir forsetanum, sem oft hefur tekið Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, sér til fyrirmyndar, að umhverfisverndarsinnar beri ábyrgð á eldunum og að þeir hafi kveikt þá til að hefna sín á sér og stjórninni fyrir að draga úr framlögum til umhverfismála.

Í kosningabaráttu sinni lofaði Luiz Inacio Lula da Silva að umhverfismál í Brasilíu yrðu tekin til alvarlegrar endurskoðunar. Á fyrsta kjörtímabili da Silva, 2003 til 2006, dróst skógareyðing í Amason saman um 43,7%. Vonandi mun hann standa við orð sín.

Skylt efni: utan úr heimi

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...