Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Fréttir 4. júní 2021

Benchmark Genetics byggir nýtt og stærra hrognahús með 10 þúsund eldiskerjum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið Benchmark Genetics Iceland, sem áður hét Stofnfiskur, mun auka framleiðslugetu sína á laxahrognum umtalsvert með byggingu á nýju og stærra hrogna­húsi við laxeldisstöð sína í  Sveitarfélaginu Vogunum á Reykja­nesi.

Nýja hrognahúsið verður formlega tekið í notkun í haust en fyrstu hrognin verða lögð inn um miðjan júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta nýja hússins verði yfir 300 milljónir laxahrogna á ári. Húsið hefur risið hratt þar sem fyrsta skóflustungan var tekin í nóvember síðastliðinn. Búið er að steypa sökklana og næst rísa veggirnir. Nýja hrognahúsið mun vera með 10.000 fimm lítra eldisker sem hver fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu. Þetta kerfi mun tryggja góð hrognagæði.

„Nýja húsið tryggir að hin vinsælu kynbættu laxahrogn fyrirtækisins verði að bestu gæðum svo og ein heilbrigðustu hrogn í heiminum í dag sem hægt er að afhenda allar vikur ársins úti um allan heim. Undanfarin misseri hefur áhugi á laxeldi á landi aukist gífurlega og erum við að búa okkur undir að geta annað eftirspurn á þeim markaði úti um allan heim,“ segir dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri „Benchmark Genetics Iceland.

Tölvugerð mynd af hrognahúsinu innandyra en 10 þúsund eldisker verða í nýja húsinu.

Skylt efni: Benchmark Genetics

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...