Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri Benchmark Genetics Iceland í Sveitarfélaginu Vogum.
Fréttir 4. júní 2021

Benchmark Genetics byggir nýtt og stærra hrognahús með 10 þúsund eldiskerjum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrirtækið Benchmark Genetics Iceland, sem áður hét Stofnfiskur, mun auka framleiðslugetu sína á laxahrognum umtalsvert með byggingu á nýju og stærra hrogna­húsi við laxeldisstöð sína í  Sveitarfélaginu Vogunum á Reykja­nesi.

Nýja hrognahúsið verður formlega tekið í notkun í haust en fyrstu hrognin verða lögð inn um miðjan júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta nýja hússins verði yfir 300 milljónir laxahrogna á ári. Húsið hefur risið hratt þar sem fyrsta skóflustungan var tekin í nóvember síðastliðinn. Búið er að steypa sökklana og næst rísa veggirnir. Nýja hrognahúsið mun vera með 10.000 fimm lítra eldisker sem hver fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu. Þetta kerfi mun tryggja góð hrognagæði.

„Nýja húsið tryggir að hin vinsælu kynbættu laxahrogn fyrirtækisins verði að bestu gæðum svo og ein heilbrigðustu hrogn í heiminum í dag sem hægt er að afhenda allar vikur ársins úti um allan heim. Undanfarin misseri hefur áhugi á laxeldi á landi aukist gífurlega og erum við að búa okkur undir að geta annað eftirspurn á þeim markaði úti um allan heim,“ segir dr. Jónas Jónasson, framkvæmdastjóri „Benchmark Genetics Iceland.

Tölvugerð mynd af hrognahúsinu innandyra en 10 þúsund eldisker verða í nýja húsinu.

Skylt efni: Benchmark Genetics

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...