Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bannað að fóðra dýr með eldhúsúrgangi
Mynd / BBL
Fréttir 16. maí 2019

Bannað að fóðra dýr með eldhúsúrgangi

Höfundur: smh

Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem hún vekur athygli á að bannað sé að fóðra dýr með eldhúsúrgangi. Geti slík fóðrun haft alvarlegar afleiðingar í för með sér enda ein helsta smitleið margra alvarlegra smitsjúkdóma í dýr.

Í frétt á RÚV í gær var greint frá hugmyndum íbúa á Borgarfirði eystra þess efnis að ala svokölluð samfélagssvín,  sem íbúar stefna á að koma sér upp, á lífrænum úrgangi meðal annars frá heimilum. Samkvæmt fóðurlögum og reglugerð um aukaafurðir dýra er slík fóðrun búfjár bönnuð, að því er fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar. Þar kemur fram að einungis er heimilt að fóðra loðdýr með kjöti og öðrum dýraafurðum öðrum en mjólk og eggjum í ákveðnum tilfellum. Reglurnar banni jafnframt notkun hvers kyns eldhúsúrgangs sem fóður fyrir dýr; bæði frá heimilum og veitingastöðum. Það eigi bæði við um hráar og eldaðar matarleifar.

„Ástæða þessa banns er að kjöt og dýraafurðir eru ein helsta smitleið alvarlegra smitsjúkdóma í dýr, svo sem gin- og klaufaveiki, klassískrar svínapestar, afrískrar svínapestar, Newcastle-veiki og fuglaflensu. Eldun dugar ekki til að drepa öll þau smitefni sem matarleifar geta innihaldið,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Gin- og klaufaveikifaraldurinn í Bretlandi rakinn til eldhúsúrgangs

„Gin- og klaufaveikifaraldurinn í Bretlandi árið 2001 er mjög gott dæmi um þá áhættu sem tekin er þegar svínum er gefinn eldhúsúrgangur en uppruni hans var rakinn til svínabús sem fóðraði með hitameðhöndluðum eldhúsúrgangi frá veitingastöðum. Þessi faraldur varð til þess að a.m.k. 6,5 milljónir dýra (nautgripir, sauðfé og svín) voru aflífuð og ársframleiðsla á búfjárafurðum á landsvísu var 20% minni en áætlað var. Fjárhagslegt tjón landbúnaðar- og matvælageirans var um þrír milljarðar punda og ferðamálageirinn tapaði öðru eins. Heildarkostnaður fyrir þjóðina er talinn hafa verið um átta milljarðar punda. Ætla má að afleiðingar af slíkum faraldri hér á landi yrðu mjög alvarlegar, jafnvel óbætanlegar fyrir íslenska dýrastofna.

Gin- og klaufaveiki hefur aldrei borist til Íslands en hins vegar hafa tveir aðrir alvarlegir smitsjúkdómar borist í svín hér á landi. Annars vegar svínapest (e. classical swine fever) sem kom upp árið 1942 og hins vegar blöðruþot (e. vesicular exanthema) árið 1955. Í báðum tilvikum var hægt að rekja smitið til eldhúsúrgangs,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...