Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 6. maí 2024.
Svona var umhorfs í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu 6. maí 2024.
Mynd / Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Höfundur: Þröstur Helgason

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna óvanalegs og erfiðs tíðarfars á landinu sumarið 2024.

Frá þessu greinir á vef stjórnarráðsins. Þar segir að sumarið hafi verið óvenju kalt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, eða það kaldasta á landsvísu síðan árið 1998.

Stuðningur verður tvíþættur, annars vegar vegna afurðaog gripatjóns, sem atvinnuvegaráðuneytið annast, og hins vegar vegna tjóns á heyi og uppskeru, sem fellur undir hlutverk Bjargráðasjóðs. Gert er ráð fyrir að stuðningur verði greiddur til ríflega 300 búa.

Áætlað er að tæp 60% af heildarstuðningi fari til framleiðenda á Norður- og Austurlandi en þau landsvæði urðu verst úti í kuldakastinu í júní 2024. Þá er áætlað að um 35% stuðningsins fari til framleiðenda á Suðurlandi þar sem rigning og kuldi ollu miklu tjóni á uppskeru.

„Fæðuöryggi er stórt öryggismál fyrir okkur á óvissutímum,“ segir atvinnuvegaráðherra. „Innlend matvælaframleiðsla spilar þar lykilhlutverk, því koma stjórnvöld til móts við bændur til að minnka þau áföll sem varð á búum í kjölfar kuldakastsins.“

Til að gera viðbrögð skilvirkari og markvissari er gert ráð fyrir að framtíðarfyrirkomulag sjóða sem bæta náttúruvá verði endurskoðað, þ.m.t. samlegðar- og hagræðingartækifæri. Að auki verður áfram unnið að stefnumótun um náttúruvá, sbr. skýrslu umhverfisog auðlindaráðuneytis frá apríl 2023.

Skylt efni: kuldatíð

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...