Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Félagarnir Rúnar Ingi Guðjónsson og Jónas Þórólfsson reka fyrirtækið Frávik ehf. sem sinnir m.a. námskeiðahaldi og kennslu af ýmsu tagi á sviði matvælaiðnaðar.
Félagarnir Rúnar Ingi Guðjónsson og Jónas Þórólfsson reka fyrirtækið Frávik ehf. sem sinnir m.a. námskeiðahaldi og kennslu af ýmsu tagi á sviði matvælaiðnaðar.
Mynd / Frávik
Fréttir 8. nóvember 2021

Bændur áhugasamir um að auka færni í vinnu með eigin afurðir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er mikill áhugi meðal bænda að gera sér meiri mat úr sínum afurðum og eins eru hópar af margs konar tagi sem vilja auka við þekkingu sína í sambandi við matvæli og því höfum við verið nokkuð iðnir við að sérsníða námskeið sem hentar hverjum og einum hóp,“ segja þeir Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson, sem reka fyrirtækið Frávik ehf. Fyrirtækið býður upp á ráðgjöf og þjónustu á sviði matvælaiðnaðarins og sér að auki um kennslu og námskeiðahald á sviði kjötiðnaðar.

Jónas er kjötiðnaðarmaður, slátrari og bóndi á Syðri-Leikskálaá í Út-Kinn þar sem rekið er sauðfjár- og nautgripabú. Hann hefur starfað við kjötiðnað og slátrun með smá hléum frá árinu 2001. Auk þess að vinna að búrekstri sínum sinnir hann margvíslegum verkefnum sem tengjast nýsköpun í matvælaiðnaði.

Rúnar Ingi er kjötiðnaðarmeistari og hefur að auki kennsluréttindi. Hann starfar sem gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði/Norðlenska og sér þar um rannsóknarstofu fyrirtækisins. Rúnar hefur starfað við kjötiðnað frá árinu 2004 og fengist við fjölbreytt verkefni á því sviði, m.a. starfaði hann lengi við reykingu og vinnslu hjá Norðlenska og síðar Stjörnugrís og var um tíma gæðastjóri þess fyrirtækis. Eftir að hann flutti norður á ný hefur hann starfað að gæðamálum hjá Kjarnafæði, nú Kjarnafæði/Norðlenska.

Námskeið í pylsu- og kæfugerð hafa verið vinsæl meðal almennings og þar eru bændur heldur ekki nein undantekning. Hér er Rúnar Ingi við kennslu í pylsugerð.

Ástríða fyrir að miðla þekkingu

„Við Rúnar kynntumst fyrir mörgum árum, líklega áratug. Við vorum báðir í sama námi en ekki á sama tíma en vissum hvor af öðrum. Fórum svo hvor í sína áttina en leiðir okkar lágu saman aftur sem varð til þess að við stofnuðum þetta fyrirtæki, Frávik, og höfum sinnt alls konar verkefnum undanfarin ár. Við höfum báðir brennandi áhuga fyrir að miðla af okkar þekkingu og reynslu sem við búum yfir,“ segir Jónas.

„Það er mikill áhugi fyrir því núna meðal almennings að sækja sér þekkingu um ýmislegt sem tengist matvæla­iðnaði.

Bænd­ur eru líka í meira mæli en áður að selja beint frá býli og vilja læra sem mest um hvaða möguleikar eru fyrir hendi í því sambandi. Með því að læra meira auka þeir gæði vörunnar,“ segir Rúnar Ingi. „Það skortir svo sannarlega ekki áhugann og erum við reiðubúnir til að aðstoða eins og unnt er.“

Pylsugerð og úrbeining vinsælustu námskeiðin

Þeir félagar hafa boðið upp á námskeið af ýmsu tagi undanfarin misseri, m.a. fyrir almenning í úrbeiningu, pylsu- og kæfugerð. Þau námskeið hafa verið kennd í samstarfi við t.d. Hallormsstaðaskóla, Símey og aðrar kennslumiðstöðvar. „Við erum líka með sérsniðnar lausnir á námskeiðum fyrir smærri hópa, starfsmannafélög, búnaðarsambönd eða hvaða hópa sem er sem taka sig saman,“ segja þeir. Mörg námskeiðanna segja þeir að henti vel bændum sem vilja auka færni sína í að vinna með kjöt fyrir sitt eigið bú. Þá nefna þeir að kokkar og starfsfólk í mötuneytum sæki námskeið í úrbeiningu, margir hafi ekki þá þekkingu fyrir en með því að læra bæti þeir störf sín inni í eldhúsunum.

Auk þess að halda námskeið hér og hvar um landið bjóða þeir félagar hjá Frávik upp á aðstoð við útreikning á næringargildum, gerð innihaldslýsinga og gæðahandbóka. „Við höfum einnig boðið upp á aðstoð við að fara yfir verkferla með matvælaframleiðendum, auk þess að sinna almennri ráðgjöf á sviði kjötiðnaðar,“ segja þeir Jónas og Rúnar.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...