Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændablaðið sent um gervitungl til sjómanna
Fréttir 23. júlí 2018

Bændablaðið sent um gervitungl til sjómanna

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Fyrir skömmu var haft samband við ritstjórn Bændablaðsins frá fjarskiptafyrirtækinu Símanum. Erindið var að biðja um leyfi til þess að dreifa stafrænni útgáfu af Bændablaðinu um gervitungl svo íslenski fiskiskipaflotinn geti nálgast málgagn bænda.

Að sögn Þrastar Ármannssonar hjá Símanum höfðu borist óskir frá sjómönnum um að fyrirtækið tæki að sér dreifinguna.

„Þar sem við rekum fjarskiptasamband fyrir íslenska skipaflotann um gervitungl þá hafa borist til okkar óskir hvort við gætum miðlað Bændablaðinu til sjómanna. Um borð í skipunum rekum við upplýsingaveitu sem kallast Sjó-varp en þar geta menn nálgast sjónvarp, útvarp, dagblöð og annað efni af netþjóni sem er staðsettur um borð í skipinu,“ segir Þröstur, sem kveður gervitunglasambönd ekki ódýr og bandvídd takmarkaðri en það sem við þekkjum í landi. „Þess vegna nýtum við þessa tækni að varpa gögnum út þar sem þúsundir sjómanna hafa aðgang að þeim án þess að þurfa að hlaða gögnunum hver og einn yfir gervitunglasamband skipsins.“

Þess má geta að um nokkurt skeið hefur Bændablaðið flutt fréttir og miðlað fróðleik um sjávarútveg. Pistlahöfundarnir Kjartan Stefánsson og Guðjón Einarsson skrifa reglulega í blaðið en báðir störfuðu þeir um árabil á Fiskifréttum og eru því vel kynntir innan sjómannastéttarinnar.

Blaðið ferðast 70 þúsund kílómetra

Þjónustan er nú þegar komin upp svo sæfarendur eru vel upplýstir um líf og störf í sveitum landsins. Þröstur segir að vegalengdin sem Bændablaðið ferðist sé umtalsverð. „Til að setja fjarlægðir í samhengi þá er gervitunglið í um 35.000 km fjarlægð frá jörðinni, gögnin eru send þangað upp frá jarðstöðinni Skyggni við Úlfarsfell og svo frá tunglinu svo niður í búnað skipanna – eða samtals 70.000 km!“

Skylt efni: Bændablaðið | miðin | sjómenn

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...