Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Höfnin í Norðurfirði. /VH
Höfnin í Norðurfirði. /VH
Fréttir 5. desember 2017

Aukning við úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sjávarútvegsráðuneyti hefur úthlutað 14.261 þorskígildis­tonnum í sértækan og almennan byggðakvóta. Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 eykst um tæp 42% en sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar um 12%.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla og varið til ýmissa tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu.

Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fiskveiðiárið 2017/2018. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hefur hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð.

Almennur byggðakvóti fiskveiðiárið 2017/2018 nemur alls 7.926 tonnum, sem eru 6.226 þorskígildistonn. Byggðakvótinn eykst um 1.828 þorskígildistonn frá fyrra fiskveiðiári, sem er aukning uppá tæplega 42%.

Alls er byggðakvóta úthlutað til 32 sveitarfélags og í þeim fengu 46 byggðarlög úthlutun.

Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá 3 byggðarlög þá úthlutun.

Skylt efni: Kvóti | veiðar | byggðakvóti

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...