Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Upphaflega stóð til að fundurinn yrði haldinn þann 11. júní síðastliðinn, en stjórn lífeyrissjóðsins frestaði fundinum fyrr þann dag. Var því auglýst ný tímasetning þann 27. júní, enda tekið fram í starfsreglum sjóðsins að ársfund skuli halda í júní.

Tveimur dögum fyrir áætlaðan fund ákvað stjórn lífeyrissjóðsins að fresta fundinum aftur og hefur ný tímasetning verið auglýst, eða 22. júlí klukkan 11:00. Á dagskrá verða venjuleg ársfundarstörf og verður farið yfir niðurstöður rafræns stjórnarkjörs.

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði var talin ástæða til að senda skýrslu um framkvæmd rafræna stjórnarkjörsins til Fjármálaeftirlitsins. Þar sem rík þagnarskylda hvílir á starfsmönnum Fjármálaeftirlitsins og öllum aðilum hjá lífeyrissjóðnum hafa ekki fengist upplýsingar um efni og innihald skýrslunnar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...