Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ár bauna
Fréttir 15. janúar 2016

Ár bauna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur tilnefnt árið 2016 ár bauna. Um er að ræða baunir sem vaxa á plöntum af belgjurtaætt.

Hundruð ólíkra bauna vaxa á mismunandi tegundum belgjurta. Flestar þeirra eru ætar, næringar- og próteinríkar. Má þar nefna augn-, kjúklinga-, nýrna-, linsu- og adikibaunir. Algengasta og auðþekkjanlegasta belgjurtin á Íslandi er án vafa lúpína en fáir vita að úr baunum hennar er búið til kaffi í Sviss.

Auk þess að fræða almenning í heiminum á árinu um baunir er unnið að því á vegum FAO að búa til alþjóðlegan gagnagrunn, FAO/INFOODS Global Food Composition Database for Pulses, um baunir og nytjar á þeim. Í dag er eru baunir yfirleitt þurrkaðar eftir uppskeru enda geymast þær og halda næringargildi sínu vel þannig. 

Belgjurtir eru niturbindandi og þurfa því ekki köfnunarefnisáburð auk þess sem þær eru jarðvegsbætandi og áburðargjafi séu þær ræktaðar með öðrum plöntum eða við sáðskipti.

Samkvæmt því sem segir í kynningu FAO um belgjurtir er vatns-  og kolefnisfótsporið sem þær skilja eftir miðað við próteinmagn við ræktun miðað við aðra nytjaplöntur og ekki síst kjötframleiðslu. Þrátt fyrir að neysla á baunum geti valdið talsverðum vindgangi hjá óvönum neytendum.

Slagorð baunaársins er næringarrík fræ fyrir sjálfbæra framtíð enda baunir sagðar vera gríðarlega mikilvægar þegar kemur að fæðuöryggi komandi kynslóða.

Skylt efni: Ár bauna | FAO

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...