Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Fréttir 29. júlí 2021

Alls konar gómsætt og gott úr sveitinni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Jón Jóhannsson er staðarhaldari að Mosskógum í Mosfellsdal þar sem haldinn hefur verið grænmetismarkaður í 20 ár.

Á hverju ári bætist við úrvalið og er þar að finna fjölbreyttan varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, blóm, glænýjan silung úr Þingvallavatni, hunang, umhverfisvænar sápur með ýmiss konar jurtum ásamt veitingum frá ýmsum þjóðlöndum.

Blaðamaður Bændablaðsins átti leið um Mosskóga á dögunum, þegar annar markaður sumarsins var haldinn. Opið er allar helgar, laugardag og sunnudag fram í september/október, allt eftir því hvað veðrið leyfir. Það var hin fínasta sumarstemning á markaðnum en Jón segir þau fara rólega af stað og auglýsa lítið í byrjun þannig að þau nái að anna eftirspurn.

„Við auglýsum okkur á Facebook en þegar á líður sumarið verður meira úrval og því förum við hægt í sakirnar til að byrja með. Ég byrjaði hér með trjárækt en fór svo smátt og smátt út í grænmetið og var í raun algjör tilviljun að við byrjuðum með markaðinn á sínum tíma. Það kom viðtal í Morgunblaðinu og það varð algjör sprenging hér, komu um tvö þúsund manns og allt tæmdist á augabragði. Síðan hefur þetta fest sig í sessi og það er alltaf jafn góð og hugguleg stemning hérna sem fólk sækir í, en núna má eiginlega segja að þetta sé orðið bændamarkaður því úrvalið er mun meira en eingöngu grænmeti,“ útskýrir Jón Jóhannsson í Mosskógum. 

Glæsileg blóm voru til sölu frá Dalsgarði.

Það er ekki amalegt að geta keypt sér nýveiddan silung beint upp úr Þingvallavatni.

Þessi mæðgin seldu alls kyns tegundir af hunangi frá heimalandi sínu. 

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f