Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Pétur Friðriksson, bóndi á Gautsstöðum í Eyjafirði, er einn þeirra kúabænda sem hafa fengið verðlaun fyrir úrvalsmjólk.
Mynd / HKr.
Fréttir 19. maí 2021

Alls hlutu 59 bændur verðlaun fyrir framleiðslu á úrvalsmjólk

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Alls hlutu 59 bændur um land allt verðlaun fyrir úrvalsmjólk. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins.

Reglur um verðlaun fyrir mjólk í 1. flokki A eru þær að hámark frumutölu í mánuðinum sé 200 þúsund frumur/ml eða lægra mælt og reiknað sem faldmeðaltal. Einnig að hámark líftölu í mánuði sé 20.000 ein/ml mælt og reiknað sem beint meðaltal mánaðarins. Loks að hámark frírra fitusýra sé 0,9 mmol/l, reiknað sem faldmeðaltal mánaðarins.

Viðurkenningar voru veittar af hálfu Auðhumlu sem er samvinnufélag í eigu um 600 mjólkurframleiðenda um land allt og hefur það hlutverk að taka við mjólk frá félagsmönnum sínum og umbreyta í mjólkurafurðir á Íslandi og erlendis. Auðhumla er móðurfélag Mjólkursamsölunnar ehf. með 80% eignarhlut.

Skylt efni: úrvalsmjólk

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f