Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi
Mynd / HKr.
Fréttir 24. ágúst 2018

Alifuglakjötið trónir á toppi kjötsölunnar á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Alifuglakjöt var mest selda kjötafurðin í júlí samkvæmt tölum MAST og var salan 8,6% meiri en í sama mánuði í fyrra.  
 
Heildarsalan á kjöti í júlí var tæp 2.302 tonn. Þar af voru seld 842,5 tonn af alifuglakjöti eða 36,6% af heildinni. 
 
Svínakjötið var næst vinsælast í júlí
 
Í öðru sæti var svínakjöt. Af því voru seld tæp 626,2 tonn, eða 27,2% af heildinni. Var salan á svínakjöti í júlí 14,5% meiri en í sama mánuði 2017. 
 
Samdráttur í kindakjötssölunni
 
Kindakjötið var svo í þriðja sæti með tæplega 426,8 tonn, eða rúmlega 18,5% af heildarsölunni. Tekið er þó fram í tölum MAST að salan á kindakjötinu miðast við sölu frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Þá var samdráttur í sölu kindakjöts í júlí 2018 miðað við sama mánuð 2017. Nam samdrátturinn 3,7%.
 
Veruleg aukning í sölu á nautgripakjöti
 
Í fjórða sæti kjötsölunnar í júlí var svo nautgripakjöt. Af því voru seld rúmlega 390,1 tonn, eða tæp 17% af heildarsölunni. Athygli vekur að salan á nautakjöti í júlí var 21,7% meiri en í sama mánuði í fyrra og slagar þar upp í hlutfallsaukninguna í svínakjötssölunni. 
 
Hrossakjötið rak svo lestina með tæplega 16,1 tonns sölu, eða tæplega 0,7% hlutdeild af kjötsölunni á Íslandi í júlí. Jókst salan þó á hrossakjöti í júlí 2018 um 2,4% miðað við júlí 2017. 
 
Langmesta árssalan er í alifuglakjöti
 
Þegar litið er á kjötsöluna yfir heilt ár kemur í ljós að salan á alifuglakjötinu er umtalsvert meiri en sala á öðrum kjöttegundum. Þar er salan 9.662,6 tonn, eða 33,9% af 28.513,7 tonna heildarsölu á kjöti. Er alifuglakjötið þar langt fyrir ofan aðrar kjöttegundir. 
 
Kindakjötið í öðru sæti yfir heilt ár
 
Í öðru sæti er kindakjöt með 6.932,9 tonn, eða 24,3% af heildarsölunni. Eins og áður er þar verið að tala um sölu kindakjöts frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. 
 
Svínakjötið að ná kindakjötssölunni
 
Svínakjötið er í þriðja sæti og er að sigla alveg upp að hliðinni á kindakjötinu í sölu. Af svínakjöti voru seld rúm 6.616 tonn eða 23,2% af heildarsölunni. Á þessum tveim kjöttegundum munar því aðeins 1,1% á heilu ári. 
 
Í fjórða sæti er nautgripakjötsalan með rúm 4.690,4 tonn, eða 16,4% af heildinni. 
 
Hrossakjötssalan rekur svo lestina með rúm 611,8 tonn eða 2,1% af heildarsölunni á kjöti. Það vekur þó athygli að hlutfallsleg ársaukningin er langmest í sölu á hrossakjöti, eða 9,2%, á meðan alifuglakjötið er með 4,5% aukningu.
Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...