Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi
Fréttir 30. desember 2020

Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Friedrich Loeffler-stofnunin í Þýskalandi gaf út þann 1. nóvember síðastliðinn að staðfest væru 123 smit afrísku svínapestarinnar í villisvínum, aðallega á tveim svæðum í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Daginn eftir, eða 2. nóvember, greindi þýska landbúnaðarráðuneytið frá því að villisvín sem var drepið í nágrannaríkinu Saxoy hafi verið smitað af afrísku svínapestinni. Smit hafði samt ekki borist í alisvínastofninn í Þýskalandi.

Julia Klöckner, land­búnaðar­ráðherra Þýskalands, staðfesti þann 10. september að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni (ASF) hafi fundist í landinu 9. september. Þá hafði fundist hræ af smituðum villigelti í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands. Smittilfellið í Saxoy í byrjun nóvember var í Efri-Lusatia í Görlitz héraði. Sveit sérfræðinga var þegar kölluð til, enda hafði veikin þá verið að breiðast frekar út í Brandenburg. Farið var í að setja upp rafmagnsgirðingar til að hefta enn frekari útbreiðslu í Saxoy, en rafmagnsgirðingar sem settar voru upp í Brandenburg virðast ekki hafa dugað til að stöðva útbreiðslu veikinnar.

Þjóðverjar sem flytja að jafnaði mikið út af svínakjöti hafa fundið illilega fyrir banni á útflutningi til 10 landa utan Evrópusambandsins. Kemur þetta til viðbótar erfiðleikum sem þýskir bændur hafa þurft að glíma við vegna COVID-19.

Skylt efni: afrísk svínapest

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...