Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skeiðönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 16. júní 2023

Skeiðönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Skeiðönd er fremur sérkennileg buslönd með stóran og mikinn gogg sem hún notar til að sía fæðu úr vatni eða leðju. Líkt og aðrar buslendur þá stingur hún höfðinu ofan í vatnið í fæðuleit eða hálfkafar með stélið upp. Þessi fæða sem hún síar úr vatninu eru sviflæg krabbadýr, lirfur, skordýr, fræ og plöntuleifar. Hún er nokkuð minni en stokkönd, með fremur stuttan háls og þennan einkennandi stóra gogg sem er eins og skeið í laginu. Skeiðendur hafa ekki orpið hér á Íslandi nema í tæplega 100 ár og telst því nokkuð nýr varpfugl. Stofninn er lítill, eða um 50 pör, sem gerir hana að sjaldgæfustu andartegundinni sem verpir reglulega á Íslandi. Hún sækir helst í lífrík votlendissvæði og verpir hér í flestum landshlutum en er þó algengust á Norður- og Norðausturlandi. Hér er hún farfugl og er talið að þeir fuglar sem verpa hér hafi vetursetu í Bretlandseyjum og er Ísland sennilega á norðurmörkum útbreiðslu hennar í Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...