Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýsköpun í hinu norræna lífhagkerfi
Líf og starf 20. júní 2014

Nýsköpun í hinu norræna lífhagkerfi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hinn 25. júní verður ráðstefnan Nordtic haldin á Hótel Selfossi þar sem fjallað verður um Norræna lífhagkerfið (e. Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (e. Arctic Bioeconomy). Ráðstefnan er haldin í tengslum við fund norrænna ráðherra hér á landi, en Ísland fer með formennsku í Norræna ráðherraráðinu á þessu ári og leggur áherslu á nýsköpun í hinu norrænna lífhagkerfi til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Sigrún Elsa Smáradóttir.Að sögn Sigrúnar Elsu Smáradóttur, sem er fagstjóri hjá Matís og heldur erindi á ráðstefnunni, hefur hugtakið lífhagkerfi (e. Bioeconomy) verið notað til að ná yfir allar lífauðlindir, samspil þeirra og samhengi og áhrif á efnahagslega, umhverfislega og félagslega þætti. „Rannsóknir á sviði lífhagkerfis ganga þannig þvert á atvinnugreinar og leitast við að hámarka ávinning auðlinda án þess að ganga á þær. Ráðstefnan á Selfossi snertir á mörgum af þeim þáttum sem nauðsynlegir eru öflugu lífhagkerfi og samfélagi. Má þar nefna markaðsaðgengi, matvælaöryggi, viðnámsþrótt vistkerfa, nýtingu á úrgangi og nýsköpun,“ segir Sigrún Elsa.

Nýsköpun í matvælaframleiðslu

Matís leiðir norræn nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á þessu sviði næstu þrjú árin. Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í matvælaframleiðslu, aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukinni framleiðslu lífmassa.  Um fjörutíu vöruþróunarverkefni hafa þegar verið sett í gang á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum og verður afrakstur fyrsta hluta þeirra kynntur á ráðstefnunni.  Stefnt er að því að á þriðja tug vara frá löndunum þremur verði þar til sýnis og jafnvel smökkunar.

Vöruþróun í lífhagkerfi norðurslóða

Erindi Sigrúnar á ráðstefnunni fjallar um vöruþróun í lífhagkerfi norðurslóða, en ásamt því að leiða nýsköpunarverkefni formennskuáætlunarinnar hefur hún leitt norræna verkefnið um lífhagkerfi norðurslóða. Verkefnið felur í sér kortlagningu á lífauðlindum á norðurslóðum og mat á afrakstri þeirra auk samanburðar og greiningar milli svæða. „Í verkefninu er sérstaklega horft til matvælaframleiðslu með tilliti til fæðuöryggis auk þess sem nýsköpunarhæfni svæðanna og einstakra greina er metin. Þetta er gert til þess að hægt sé að meta tækifæri og ógnanir og ráðast í kjölfarið í verkefni sem styrkja svæðin á þessu sviði,“ segir Sigrún Elsa.

„Miklar lífauðlindir er að finna á norðurslóðum og eru þær mikilvægar fyrir efnahagslíf landanna.  Það er mikilvægt að ná saman yfirliti yfir auðlindir og afrakstur þeirra svo unnt sé að meta árangur og greina hvernig efla megi svæðin. Með því að auka verðmæti afurða, örva og styrkja lífhagkerfið og afkastagetu þess aukum við efnahagslegan árangur.“

Fjölmörg tækifæri til nýsköpunar fyrir hrávöruþjóðir

„Ísland, Grænland og Færeyjar eiga það sammerkt eins og staðan er núna að lífhagkerfi þeirra byggja í meira mæli á hrávöruútflutningi heldur en hagkerfi hinna Norðurlandaríkjanna og má því halda því fram að hagkerfi hinna landanna séu þróaðri en okkar. Í þessu felast fjölmörg tækifæri fyrir þessi lönd til að efla nýsköpun á þessu sviði og þróa fjölbreyttari matvæla- og líftækniiðnað.“

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast vefslóðinni á http://www.matis.is/nordtic.
 

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...