Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka
Líf og starf 3. júlí 2014

Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Helgi Sveinbjörnsson opnaði tvær ljósmyndasýningar í dýragarðinum Slakka í Laufási 2. júlí síðastliðinn, að viðstöddum mörgum þekktum einstaklingum og fjölda gesta. Þar er annars vegar um að ræða ljósmyndir sem Helgi hefur sjálfur tekið af uppbyggingunni í Slakka frá upphafi. Hins vegar er sýning á ljósmyndum Gunnars Steins Ólafssonar.

Saga Slakka

Sýning Helga er sett upp í gamla burstabænum og lýsir eins og fyrr segir sögu Slakka frá stofnun árið 1993. Þá hefur hann einnigsett þar upp ýmsa muni sem tengjast sögunni. Segir hann að sér hafi þótt tilvalið að nýta þetta 60 fermetra rými til að gleða augu gesta og veita þeim innsýn í sögu dýragarðsins. Þarna getur fólk tyllt sér niður, notið myndanna og jafnvel keypt sér eitthvert lítilræði til að narta í sjoppunni sem þar er.
Sýning Gunnars Steins er sett upp í golfskálanum og er af talsvert öðrum toga. Gunnar er m.a. þekktur fyrir norðurljósamyndir og svokallaðar „Time lapse“-myndir sem hafa m.a. verið notaðar í kynningum Sjónvarpsins. 

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...