16-17. mars 2018

Sýningin Matís X LHÍ

Sýningin Matís X LHÍ þar sem matarhönnun, matarupplifun og matartengd verkefni verða á borðum verður haldin föstudaginn 16. mars.

Þetta er samsýning Matís og Hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Boðið verður upp á bragðmiklar rannsóknir, tilraunir, nýsköpun og matarverkefni. Afrakstur matartengdra námskeiðs og alþjóðlegra verkefna verða kynnt. 

Opnunin fer fram föstudaginn 16. mars kl. 17.00 og boðið verður upp á smakk og veigar. Staðsetning er á fyrstu hæð Hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ, Þverholti 11. 

Laugardaginn 17. mars fer fram málþing um matarsóun, lausnir og tækifæri. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal A í kjallara Hönnunardeildarinnar og stendur frá 13.30 til 15.00.

Á döfinni