Fara í efni

Auglýst eftir rekstraraðila að söluskála á Reykhólum.

18.04.2024
Fréttir

Reykhólahreppur auglýsir eftir rekstraraðila til að reka verslun og veitingastað á Reykhólum.

HúsnMynd úr veitingasalæðið er að Hellisbraut  og er skráð 179,3 m2 að stærð og hefur verið endurgert að utan og var veitingastaður byggður við húsnæðið 2020.

Húsnæðinu fylgir búnaður til rekstrar m.a. kassakerfi, hillur og kælar. Húsnæðið er þegar laust.

Í húsnæðinu hefur verið rekin verslun og veitingastaður.

Reykhólahreppur óskar eftir því að umsóknum fylgi;

  • Lýsing á því hvernig umsækjandi hyggst nýta húsið, m.a. til að efla mannlíf í Reykhólahreppi.
  • Rekstraráætlun og staðfesting á getu umsækjanda til að standa undir rekstrinum.

Miklar framkvæmdir standa fyrir dyrum í sveitarfélaginu árið 2024 og þörf á verslun og veitingasölu því ærin.

 

Reykhólahreppur áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2024.

Umsóknum skal skila rafrænt á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

Nánari upplýsingar og skoðun á eigninni veitir sveitarstjóri á netfanginu sveitarstjori@reykholar.is eða í síma 430-3200.