Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýtt félagskerfi bænda í burðarliðnum
Mynd / smh
Lesendarýni 19. apríl 2021

Nýtt félagskerfi bænda í burðarliðnum

Höfundur: Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ

Fyrirhugað er að sameina Bænda­samtök Íslands og búgreinafélög á Aukabúnaðarþingi sem haldið verður 10. júní nk. Áður en að því kemur þurfa þó aðildarfélög að halda sína aðalfundi og taka ákvörðun um sína framtíð. Landssamband kúabænda samþykkti í síðustu viku að sameinast BÍ á sínum aðalfundi. Ef allt gengur upp mun nýtt skipulag taka gildi 1. júlí. Þangað til verður í mörg horn að líta við endurskipulagningu, m.a. koma á nýjum félagsgjöldum og ákveða verkefni og verkaskiptingu innan nýrra Bændasamtaka.

Bændur þurfa að skrá sína veltu

Í grunninn mun nýtt félagskerfi byggja á tvennu, þ.e. fjölda félagsmanna í hverri búgrein og á veltu hverrar búgreinar. Fjöldi fulltrúa búgreinafélaganna á Búnaðarþingi mun skiptast í samræmi við það. Til að mæta þessu þurfa allir greiðendur félagsgjalda að fara inn á Bændatorgið og haka við þær búgreinar sem viðkomandi stundar og skrá jafnframt veltutölur skv. framtali síðasta árs. Í mörgum tilfellum eru bú blönduð og þá er veltunni skipt hlutfallslega á viðkomandi greinar. Veltuskráningin ákvarðar einnig það þrep sem viðkomandi aðili greiðir félagsgjaldið eftir. Opnað verður fyrir skráninguna inni á Bændatorginu í byrjum maí og stefnt er á að ljúka henni ekki seinna en um miðjan júní.

Félagsgjöld vegna fyrri helmings ársins

Félagsmenn í BÍ fengu senda rafræna gíróseðla fyrir páska vegna félagsgjalda fyrstu sex mánaða ársins. Upphæðin byggir á samþykkt Búnaðarþings 2021 og er áætluð út frá veltuþrepum fyrra árs. Lögð var til 0,32% veltutenging á hvert þrep fyrir óbreytt félagskerfi. Hins vegar var félagsgjald aukafélaga að BÍ innheimt fyrir allt árið, enda er upphæðin óháð veltu og er 20.000 kr. vegna ársins 2021. Eins og undanfarin ár eru auk þess innheimtar 2.000 kr. í Velferðarsjóð BÍ með hverju félagsgjaldi. Eindagi félagsgjaldanna er núna 19. apríl og eru bændur hvattir til þess að gera upp innan þess tíma.

Veltuþrepum fjölgað og þak hækkað

Þegar uppfærð skráning á veltu liggur fyrir um mitt ár, eiga aðilar von á endanlegu uppgjöri eftirstöðva tímabilsins. Það á sérstaklega við um þá aðila sem falla undir hærri veltuþrepin. Til að gæta jafnræðis er þrepunum fjölgað milli ára úr 12 í 45 og þakið á veltuviðmiði hækkað úr 85 m. kr. í 500 m. kr. Þeir sem vilja kynna sér nánar þrepaskiptinguna og félagsgjöld er vinsamlegast bent á að fara inn á vefsíðu samtakanna www.bondi.is undir „félagsmál“. Þar er hægt að nálgast frekari upplýsinga um félagsgjöldin á hverjum tíma, þann ávinning sem félagsaðildin veitir og skrá sig í samtökin.

Eitt félagsgjald BÍ og búgreinafélaganna

Verði af sameiningu um mitt ár, þá er lagt til að aðilar greiði ekki félagsgjald til sinna búgreinafélaga á sama grunni, heldur verður innheimt eitt félagsgjald. Í því samhengi voru samþykkt á Búnaðarþingi 2021 drög að þrepaskiptu félagsgjaldi fyrir sameinuð samtök, þar sem lagt er til að gjaldið hækki í 0,6% af veltu úr 0,32%. Auk þess er einu þrepi bætt við og er lagt til að lágmarksgjaldið verði 15.000 kr. Þess vegna geta félagsmenn átt von á því að þann 1. júlí nk. verði innheimt félagsgjald samkvæmt breyttu veltutengdu, þrepaskiptu gjaldi, fyrir mánuðina júlí-desember.

Um er að ræða nokkuð umfangsmiklar breytingar á starfseminni sem áætlað er að taki gildi um mitt ár og munu starfsmenn BÍ góðfúslega svara fyrirspurnum félagsmanna í síma 563-0300 á skrifstofutíma og í netfangið bondi@bondi.is.

Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá BÍ.
Mynd / HKr.

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...