Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Blekkjandi upprunamerkingar – „íslenskar“ vörur?
Mynd / Bbl
Lesendarýni 17. maí 2021

Blekkjandi upprunamerkingar – „íslenskar“ vörur?

Höfundur: Þórarinn Ingi Pétursson

Við á Íslandi búum/lifum við þann munað að geta keypt heilnæmar og heilt yfir frábærar innlendar landbúnaðarafurðir. Íslenskt kjöt, grænmæti og íslenskar mjólkurafurðir eru í hæsta gæðaflokki. Einnig geta neytendur, enn sem komið er, verið áhyggjulausir um sjúkdóma og sýklalyfjaónæmi þegar þeir kaupa innlendar landbúnaðarafurðir. Í þessu felast mikil gæði og talsvert öryggi. Við eigum að vera stolt af þessu og stuðla að óbreyttu ástandi í þessum efnum.

Neytandinn blekktur?

Því miður er staðan sú í dag að uppruni ýmissa landbúnaðarvara, t.d. kjötvara og mjólkurvara, fer huldu höfði. Misvísandi merkingar á umbúðum og í auglýsingum (t.d. íslenski fáninn) eiga í samspili með óskýrum eða földum upprunamerkingum, sem leiðir til þess að neytendur verða að geta í eyðurnar. Þá kaupir neytandi vöru sem hann taldi vera íslenska í góðri trú. Það kemur í raun á óvart hversu margar „íslenskar“ vörur eiga uppruna sinn erlendis. Reynsla margra neytenda er sú að þeir upplifa sig blekkta til að kaupa innfluttar matvörur, sem vissulega er „framleiðanda“ til hagræðingar. Á sama tíma er heil starfsstétt hér á landi að framleiða hágæðaafurðir en missir þó af lestinni sem ætti að vera eyrnamerkt þeim.

Sú sláandi staðreynd að neytendur kaupi margoft innfluttar vörur treystandi því að um íslenska afurð sé að ræða er óviðunandi. Einnig er það ekki í samræmi við samþykkta aðgerðaráætlun um matvælaöryggi, en í 13. punkti áætlunarinnar kemur fram að „ráðist verði í átak um betri merkingar matvæla.“ Sá punktur var settur þar inn með það markmið að tryggja rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif matvæla. Núverandi staða á íslenskum markaði endurspeglar ekki það markmið, og því er mikilvægt að grípa til aðgerða í samræmi við þær skuldbindingar sem við höfum sett okkur.
Hert regluverk um upprunamerkingar

Fyrsta skref stjórnvalda ætti að vera að herða regluverk um upprunamerkingar á matvörum. Lög og reglur skulu sæta breytingum þess efnis að upplýsingar til neytenda séu ekki misvísandi. Neytandinn á að geta gripið vöru í innkaupaferðinni og séð strax hvaðan hún kemur án þess að þurfa að leggjast í rannsóknarvinnu og fylla í eyðurnar. Enginn vafi á að leika á því hvort að uppruni vörunnar sé Ísland, Spánn, Nýja-Sjáland eða Danmörk. Þetta á við allar vörur sama hvort sem þær eru eldaðar, hráar, frystar o.fl. Í sömu breytingum ætti að gera það óheimilt að merkja vörur sem „íslenskar“ þegar afurð er minni háttar unnin á Íslandi, t.d. að íslenskt vatn sé notað í lágmarksvinnslu hennar eða að afurðin er krydduð í íslenskri verksmiðju.

Með þessu veitum við neytendum raunverulegt val sem byggir á traustri upplýsingagjöf. Þeir sem vilja kaupa innflutta matvöru gera það, en þeir sem eru ákveðnir í að kaupa íslenska matvöru skulu ekki eiga erfitt með að finna slíka vöru. Þeir sem vilja kaupa íslenskt eiga að vita það fyrir vissu að þeir séu að kaupa íslenskt. Þeir eiga að geta trúað upplýsingum og merkingum eins og nýju neti.

Framsóknarflokkurinn hefur riðið á vaðið til varnar innlends landbúnaðar og heilnæmis íslenskrar framleiðslu. Þeirri baráttu er hvergi lokið. Hér er um að ræða einn lið þess að tryggja trausta miðl­un upplýsinga til neytenda og halda íslenskum landbúnaðarafurðum heilnæmum og í hæsta gæðaflokki.

Höfundur er varaþingmaður
Framsóknarflokksins í Norðaustur­kjördæmi og frambjóðandi til
Alþingis fyrir sama flokk.

Þórarinnn Ingi Pétursson

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...