Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framleiðslukostnaður nautakjöts. Afurðatekjur eru allar tekjur af innlögðu kjöti, sölu beint frá býli, seldum gripum o.s.frv. Afurðatekjur ∆ 2022 eru áætlaðar afurðaverðshækkanir sem orðið hafa á árinu. Opinberar greiðslur eru sláturálag og gripagreiðslur. Opinberar greiðslur – Einskiptisaðgerðir eru áætlaðar viðbótargreiðslur vegna Covid 19 (2021) og vegna tillagna spretthóps (2022). Hvíti hluti súlunnar sýnir það sem vantar upp í framleiðslukostnaðinn. Gögn fyrir árin 2017–2021 eru byggð á upplýsingum úr skýrslu RML en gögn fyrir 2022 eru áætluð af Bændasamtökum Íslands.
Framleiðslukostnaður nautakjöts. Afurðatekjur eru allar tekjur af innlögðu kjöti, sölu beint frá býli, seldum gripum o.s.frv. Afurðatekjur ∆ 2022 eru áætlaðar afurðaverðshækkanir sem orðið hafa á árinu. Opinberar greiðslur eru sláturálag og gripagreiðslur. Opinberar greiðslur – Einskiptisaðgerðir eru áætlaðar viðbótargreiðslur vegna Covid 19 (2021) og vegna tillagna spretthóps (2022). Hvíti hluti súlunnar sýnir það sem vantar upp í framleiðslukostnaðinn. Gögn fyrir árin 2017–2021 eru byggð á upplýsingum úr skýrslu RML en gögn fyrir 2022 eru áætluð af Bændasamtökum Íslands.
Lesendarýni 12. júlí 2022

Afkoma nautakjötsframleiðenda 2017–2021

Höfundur: Guðrún Björg Egilsdóttir, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Skýrsla RML um rekstur og afkomu nautakjötsframleiðenda fyrir árin 2017-2021 kom út í síðustu viku. Niðurstöður skýrslunnar staðfesta það sem nautakjötsframleiðendur hafa bent á undanfarin ár, að afkoma greinarinnar sé með öllu óviðunandi. Þegar upp er staðið ná afurðatekjur af nautaeldi ekki að mæta framleiðslukostnaði.

Guðrún Björg Egilsdóttir

Sumarið 2020 hóf RML að rýna í afkomu nautakjötsframleiðenda enda hafði þá afurðaverð nautakjöts lækkað og biðlistar í slátrun voru farnir að myndast. Í júní 2021 voru fyrstu niðurstöður verkefnisins birtar. Ákveðið var að halda áfram með verkefnið, kallað var eftir fleiri þátttakendum, auk þess sem bætt var við rekstrargögnum fyrir árin 2020 og 2021. Alls tóku 25 bú þátt í þetta skiptið, 16 á Norðurlandi og 9 á Suður­ og Vesturlandi.

Í skýrslunni kemur fram að framleiðslukostnaður á hvert kíló nautakjöts hafi verið frá 1.440 krónum upp í 1.590 krónur á árunum 2017­2021, að meðaltali 1.544 kr./kg.

Afurðatekjur (innlagt kjöt, sala beint frá býli, seldir lifandi gripir o.s.frv.) á hvert kíló nautakjöts hafa lækkað frá árinu 2017 en sláturálag aftur á móti aukist jafnt og þétt. Á árinu 2021 fengu nautakjötsframleiðendur tvær aðskildar viðbótargreiðslur ofan á sláturálag en um var að ræða tvær einskiptisaðgerðir.

Á súluritinu eru þessar greiðslur merktar sérstaklega þar sem ekki er um að ræða fastar greiðslur. Viðbótargreiðslurnar voru annars vegar sérstakur styrkur vegna Covid­19 ástandsins sem greiddur var á allt UN kjöt og hins vegar viðbótargreiðsla á sláturálag af fjármunum 6. liðar samnings um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Rekstrarniðurstaða áranna var í öllum tilfellum neikvæð, hvort sem horft er á framleiðslukostnað með eða án afskrifta og fjármagnsliða.

Árið 2021 borguðu nautakjöts­framleiðendur að meðaltali 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti sem er þó jákvæðari staða en árin á undan. Mest var borgað 603 krónur með hverju framleiddu kílói af nautakjöti, árið 2019.

Súluritið er byggt á gögnum úr skýrslu RML fyrir árin 2017–2021. Gögn fyrir árið 2022 eru áætluð af Bændasamtökum Íslands og byggja m.a. á 8% afurðaverðshækkunum að meðaltali á árinu 2022 ef horft er á alla flokka UN gripa.

Samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu hækkar sláturálag um 28% á milli áranna 2021 og 2022 og gert er ráð fyrir því að opinberar greiðslur hækki um 50 kr./kg vegna álagsgreiðslna á sláturálag, gripagreiðslur holdakúa og á jarðræktar­ og landgræðslustyrki miðað við tillögur spretthóps um alvarlega stöðu í matvælaframleiðslu.

Þá er gert ráð fyrir 40% hækkun á breytilegum kostnaði milli ára sem gerir um 19% hækkun á heildarkostnaði.

Nákvæm útfærsla á greiðslum liggur ekki fyrir og er því um að ræða gróft mat á stöðunni. Ekki er gert ráð fyrir hækkun á föstum kostnaðarliðum né launum og er kostnaður milli ára því líklega vanmetin. Samkvæmt þessu koma nautakjötsframleiðendur því til með að borga yfir 600 krónur með hverju framleiddu kílói af nautakjöti á árinu 2022.

Framlegð nautakjötsframleið­ enda minnkar því á milli áranna 2021og2022úr36%í15%enfrá árinu 2017 hefur framlegðarstig búanna minnkað úr 38,6%.

Út úr skýrslunni má jafnframt lesa að nautakjötsframleiðendur hafa hagrætt töluvert í sínum rekstri, breytilegi kostnaðurinn hefur lækkað frá 2018, búin stækka og framleiddir eru gæðameiri og þyngri gripir, án þess þó að meðalaldur sláturgripanna fari upp. Bændur hafa því verið að skila betri vöru á markað og eru að reyna að koma í veg fyrir aukinn framleiðslukostnað með aukinni hagræðingu. Auk þess hafa bændur jafnt og þétt verið að ganga á eigin launalið en frá árin 2017 hefur kostnaðarliðurinn „laun og launatengd gjöld“ lækkað um 26%. Á sama tíma fjölgar kúnum um tæpan helming og má því áætla að vinna við búin hafi aukist að einhverju leyti.

Það er deginum ljósara að staða nautakjötsframleiðenda er grafalvarleg. Framleiðslukostn­ aðurinn undanfarin fimm ár hefur verið umfram tekjur og sveigjanleikinn sem eftir er hjá bændum til að taka á sig stórfelldar aðfangahækkanir er lítill sem enginn. Í lok skýrslunnar greinir verkefnishópurinn frá því að merki séu um samdrátt í ásetningi nautkálfa milli áranna 2020 og 2021 og það sem af er ári 2022. Ef rýnt er í fjölda nautgripa inn á vef RML sést þessi þróun greinilega en nautum, 12 mánaða og yngri, hefur fækkað um 300 gripi frá áramótum.

Vert er að benda á í þessu samhengi að samdráttur í dag hefur ekki áhrif á markaði fyrr en eftir 1,5­2 ár. Telur verkefnishópurinn því nauðsynlegt í ljósi stöðunnar að stjórnvöld og bændur taki samtal um hvernig stuðningsfyrirkomu­ lagi sé best háttað við greinina með tilliti til fæðuöryggis og rekstrarafkomu samhliða innri hagræðingu á búunum.

Að lokum er greint frá því að mikilvægt sé að fjölga þátttakendum í verkefninu og hvetjum við alla nautakjötsframleiðendur til að taka þátt.

Verkefnið gefur bændum möguleika á að greina styrk­ og veikleika í sínum rekstri ásamt því að setja sér markmið um bætta rekstrarafkomu. Auk þess sem niðurstöður verkefnisins nýtast í hagsmunabaráttunni sem og við endurskoðun búvörusamninga.

Skýrsluna má lesa í heild sinni inn á vef RML.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...