Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fimm fréttir
Leiðari 16. desember 2022

Fimm fréttir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Í árslok eru uppgjör alls ráðandi. Hér er því jákvæður pistill um fimm markverð landbúnaðartengd tíðindi ársins.

Riðugenið finnst

Lengi var talið að hið alþjóðlega viðurkennda verndandi ARR arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé væri ekki að finna í íslenska sauðfjárstofninum. Við leit að öðrum verndandi arfgerðum fann rannsóknarteymi óvænt sex einstaklinga með ARR genið, þ.á m. hrútinn Gimstein frá Þernunesi sem fluttur var á sæðingarstöð til að leggja sitt af mörkum til ræktunar á riðuþolnum sauðfjárstofni.

Erfðamengisúrval innleitt

Ný greining á erfðamengi íslenskra nautgripa verður framvegis notuð til að reikna út hversu efnilegir þeir eru til framræktunar á mjólkurkúm. Nýtt skipulag, svokallað erfðamengisúrval, við ræktun mun gera það að verkum að kynbótaframfarir verða örari með styttra ættliðabili. Ávinningur hraðari erfðaframfara er m.a. sagður geta numið tugum milljóna á ári í minnkuðum framleiðslukostnaði fyrir mjólkuriðnaðinn.

Kornrækt á dagskrá

Kornrækt var tíðrædd á árinu. Verðskulduð athygli möguleika kornræktar hér á landi varð til þess að efling hennar komst á dagskrá stjórnkerfisins. Starfshópur vinnur nú að því að teikna upp aðgerðaráætlun svo búgreinin geti fest rætur og orðið, til lengri tíma, að undirstöðuframleiðslugrein hér á landi.

Sprett úr spori

Þegar landið stóð frammi fyrir alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu vegna áhrifa heimsfaraldurs og innrás Rússlands í Úkraínu á framboðskeðjur var skipaður spretthópur á vegnum matvælaráðuneytis. Vann hópurinn á nokkrum dögum tillögur að lausnum og út frá þeim var tekin ákvörðun um að koma til móts við hamfarahækkanir á aðföngum og afkomuvanda með 2,5 milljarða króna stuðningi til frumframleiðenda, sem síðan var greitt út á haustdögum. Sýndi það ekki síst að hröð vinnubrögð geta átt sér stað í stjórnkerfinu.

Fæðuöryggi í forgrunni

Bændur, fagfólk og sérfræðingar, hagsmunaaðilar, stjórnendur og áhugafólk um landbúnað höfðu ný tækifæri til að koma saman til skrafs og ráðagerða. Í nóvember birtist okkur drög að matvælastefnu fyrir Ísland og samhliða því var haldið Matvælaþing í Hörpu þar sem stefnan var skeggrædd. Þar að auki héldu Bændasamtök Íslands í fyrsta sinn Dag landbúnaðarins í október, málþing sem ætlað var að varpa fram ýmsum áskorunum og framtíðarverkefnum. Ætlunin er að báðir viðburðirnir verði að árlegum dagskrárlið. Þá mættu tugþúsundir á stórsýninguna Íslenskur landbúnaður, sem ber vitni um almennan áhuga landans á landbúnaði og matvælaframleiðslu.

Að þessu sögðu þakka ég lesendum Bændablaðsins fyrir ánægjuleg samskipti á árinu. Bestu óskir um gleðilega hátíð. Megi gæfa fylgja ykkur inn í nýtt ár.

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...