Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Tilnefnd til verðlauna
Fréttir 6. mars 2025

Tilnefnd til verðlauna

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, hefur verið tilnefnd til Blaðamannaverðlaunanna fyrir umfjöllun ársins 2024.

Tilnefninguna hlýtur hún fyrir greinarskrif um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt.

Í umsögn dómnefndar segir að umfjöllunin varpi „ljósi á það hvernig einokunin hefur hamlandi áhrif á ylrækt á Íslandi og hvernig markaðsráðandi fyrirtæki hefur notfært sér aðstöðu sína á vafasaman hátt. Umfjöllunin er vel framsett og skrifuð af þekkingu um tiltölulega sérhæft málefni, með skírskotun í umræðu um fæðuöryggi á Íslandi,“ segir þar enn fremur.

Umfjöllun Guðrúnar Huldu birtist í nokkrum tölublöðum Bændablaðsins á síðasta ári. Þar segir frá því að mikil óánægja hafi verið meðal garðyrkjubænda vegna fyrirtækisins Linde Gas, sem var á þeim tíma eini aðilinn sem seldi koltvísýring. Þar kemur fram að bændur hafi ekki fengið „það magn af koltvísýringi sem þeir hafa skuldbundið sig til að kaupa og afhending hefur verið gloppótt“.

Bændur í ylrækt hafi lent í því að vera án koltvísýrings svo vikum skipti, en hann er lífsnauðsynlegur plöntum. Í gróðurhúsum, þar sem þéttleiki plantna er mikill, er koltvísýringi dælt inn til að auka vöxt og gæði plantnanna. Skortur á koltvísýringi kemur því niður á rekstraröryggi garðyrkjustöðva.

Umfjöllunina má nálgast í nokkrum greinum:

Í flokknum Umfjöllun ársins 2024 eru tvær aðrar tilnefningar. Þær hlutu Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin, og Pétur Magnússon, RÚV, fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða.

Verðlaunaafhending fer fram í Grósku kl. 17 þann 12. mars og eru viðurkenningar veittar í fjórum flokkum. Að auki við umfjöllun ársins er verðlaunað fyrir viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamannaverðlaun ársins. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...