Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hryssan Eldur
Menning 27. nóvember 2023

Hryssan Eldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Björk Jakobsdóttir er höfundur nýrrar barnabókar sem kemur í beinu framhaldi af sögu hennar Hetju frá í fyrra.

Björk Jakobsdóttir

Segir í kynningu að Eldur sé æsispennandi saga um vinkonurnar Hetju og Björgu. „Hetja er fræg hryssa og Björg, nýorðin 16 ára, er ánægð að vita af henni í sveit undir Eyjafjöllum en þegar gýs í jöklinum hefst örvæntingarfull leit að Hetju og fleiri hrossum.“

Björk er auk þess að vera rithöfundur, leikkona og leikstjóri mikil hestakona. „Þetta er samtímasaga um börn og íslenska hestinn. Það er svo verðmætt að fjalla um þennan þarfasta þjón okkar, við værum ekki hér ef íslenski hesturinn hefði ekki dregið okkur gegnum móðuharðindin,“ segir hún.

Björk segist vera sveitastelpa, hún hafi verið öll sumur í sveit frá því hún var 6 ára, m.a. í Vatnsdal í A-Hún. hjá Grími Gíslasyni heitnum sem flutti ódauðlegar veiðifréttir í útvarpi.

Hún hefur unnið í um 30 ár sem leiðsögukona í hestaferðum. „Ég er ekki endilega mikið í keppnishestamennsku en mikið með stóði,“ segir hún og lætur vel af því að skrifa um íslenska hestinn og væntumþykju unglingsins til skepnunnar. Sagan sé byggð á hennar eigin hestum. JVP gefur út.

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...