Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hryssan Eldur
Menning 27. nóvember 2023

Hryssan Eldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Björk Jakobsdóttir er höfundur nýrrar barnabókar sem kemur í beinu framhaldi af sögu hennar Hetju frá í fyrra.

Björk Jakobsdóttir

Segir í kynningu að Eldur sé æsispennandi saga um vinkonurnar Hetju og Björgu. „Hetja er fræg hryssa og Björg, nýorðin 16 ára, er ánægð að vita af henni í sveit undir Eyjafjöllum en þegar gýs í jöklinum hefst örvæntingarfull leit að Hetju og fleiri hrossum.“

Björk er auk þess að vera rithöfundur, leikkona og leikstjóri mikil hestakona. „Þetta er samtímasaga um börn og íslenska hestinn. Það er svo verðmætt að fjalla um þennan þarfasta þjón okkar, við værum ekki hér ef íslenski hesturinn hefði ekki dregið okkur gegnum móðuharðindin,“ segir hún.

Björk segist vera sveitastelpa, hún hafi verið öll sumur í sveit frá því hún var 6 ára, m.a. í Vatnsdal í A-Hún. hjá Grími Gíslasyni heitnum sem flutti ódauðlegar veiðifréttir í útvarpi.

Hún hefur unnið í um 30 ár sem leiðsögukona í hestaferðum. „Ég er ekki endilega mikið í keppnishestamennsku en mikið með stóði,“ segir hún og lætur vel af því að skrifa um íslenska hestinn og væntumþykju unglingsins til skepnunnar. Sagan sé byggð á hennar eigin hestum. JVP gefur út.

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f