Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
María Dís Ólafsdóttir og Leonard Jóhannsson eru ungir og öflugir frumkvöðlar sem fengu nýlega 20 milljóna króna styrk frá Tæknirþóunarsjóði Rannís.
María Dís Ólafsdóttir og Leonard Jóhannsson eru ungir og öflugir frumkvöðlar sem fengu nýlega 20 milljóna króna styrk frá Tæknirþóunarsjóði Rannís.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 3. febrúar 2023

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýsköpunarfyrirtækið AMC hlaut nýverið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís upp á samtals 20 milljónir króna til næstu tveggja ára. Styrkurinn verður notaður til að þróa samsett fiskileður.

„Vinnan hingað til hefur að mestu leyti verið að afla upplýsinga um sútunaraðferðir, lestur á rannsóknum og spá fyrir um aðgang að hráefni í framtíðinni.

Við gerum ráð fyrir nokkrum árum í rannsóknir og tilraunir áður en fyrsta varan verður klár. Hvað hráefni í tilraunir varðar þá hef ég fengið það í litlum skömmtum frá fiskvinnslum. 

Mig langar þó að komast í samband við fleiri vinnslur og fá fleiri tegundir af roði, t.d. vantar mig enn þá bleikjuroð,“ segir María Dís Ólafsdóttir, annar eigenda nýsköpunarfyrirtækisins AMC.

María Dís, sem er lífverk­fræðingur, og unnusti hennar, Leonard Jóhannsson vélfræðingur, eru með vinnuaðstöðuna heima hjá sér á Akureyri við Spítalaveg 1.

Nanna Lín

Verkefni Maríu og Leonards hlaut Norðursprotann í hugmyndasamkeppni síðastliðið vor og hefur verið stutt af fyrirtækjastyrknum Fræ hjá Rannís. 

Verkefnið fékk nýverið endanlegt nafn og ber heitið Nanna Lín. Nanna Lín er leður gert úr afgangsroði og mun lokaafurðin að sögn Maríu verða sterkt og gott leður í metravís.

„Með því að nýta hliðarafurðir til leðurgerðar má til dæmis leysa ýmis gervi­textílefni af hólmi og draga með því úr mengun og losun vegna þeirra. Varan er til að mynda ætluð húsgagnaframleiðendum, bólstrurum og öðrum hönnuðum sem vinna með textíl,“ segir María og bætir við:

„Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni sem við eigum fyrir höndum. Með því að bjóða upp á stóra fleti af leðri má ná mun betri nýtni í framleiðslu á vörum, samanborið við leður sútað með hefðbundnum hætti.“

Skylt efni: fiskileður

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...