Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Mynd / Anna Jakobs
Líf og starf 11. júlí 2022

Skógarnir einn af seglum landshultans

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir tilgang Skógardagsins að kynna heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og mikilvægi skógræktar sem framtíðaratvinnugreinar á svæðinu.

Skógardagurinn mikli, hefur verið haldinn árlega í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessuleytið allt frá árinu 2005, eða fimmtán sinnum alls. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að halda uppteknum hætti tvö undanfarin ár og því mikil ánægja að hægt var að blása til hans á ný nú í sumar.

Skógardagurinn er samstarfsverkefni skógræktenda á svæðinu, þ.e. Félags skógarbænda á Austurlandi og Skógræktarinnar. Einnig koma að deginum Félag sauðfjár- og kúabænda á Héraði og fjörðum. Skógardagurinn mikli er einn af aðalviðburðum sumarsins á Austurlandi, að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi.

Nær tvö þúsund manns hafa sótt dagskrá Skógardagsins ár hvert og segir Þór að svo hafi einnig verið nú en þessi góða aðsókn geri daginn að stærsta einstaka viðburði í Múlaþingi á hverju sumri.

„Tilgangurinn með deginum er að kynna fyrir heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og skógrækt og mikilvægi hennar sem framtíðaratvinnugrein á svæðinu. Austurland er þekkt fyrir sína víðfeðmu skóga, þeir eru einn af seglum landshlutans sem brýnt er að halda á lofti,“ segir Þór. Boðið var upp á fjölbreytt dagskrá á Skógardeginum. Má þar nefna Íslandsmeistaramót í skógarhöggi, þar sem Bjarki Sigurðsson fór með sigur af hólmi, Sigfús Jörgen Oddsson varð í öðru sæti og í því þriðja var Jón Þór Þorvarðarson

Kúabændur buðu upp á heilgrillað naut og sauðfjárbændur upp á grillað lambakjöt. Listamenn af ýmsum toga komu fram, m.a. Magni Ásgeirsson, og þá voru þrautir í boði fyrir yngstu kynslóðina. Ketilkaffið var á sínum stað sem og lummurnar en gestir gerðu veitingum góð skil. 

8 myndir:

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...