Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson, garðyrkjubændur að Heiðmörk í Bláskógabyggð. Þau rækta mest af salati og steinselju auk tómata og gúrku en nýjasta viðbótin hjá þeim er paprikur og eldpipar.
Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Finnsson, garðyrkjubændur að Heiðmörk í Bláskógabyggð. Þau rækta mest af salati og steinselju auk tómata og gúrku en nýjasta viðbótin hjá þeim er paprikur og eldpipar.
Mynd / Óli Finnsson.
Líf og starf 27. júní 2022

Eldpipar í Heiðmörk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ábúendur Heiðmerkur í Laugarási í Bláskógabyggð, Óli Finnsson, Inga Sigríður Snorradóttir og börnin tvö, fluttu frá höfuð borginni árið 2021 og keyptu garðyrkjustöð í fullum rekstri. Í dag rækta þau grænmeti, salat og ýmiss konar kryddjurtir.

Óli á að baki feril sem kvikmyndagerðarmaður en Inga var verslunarstjóri í skóbúð í Kringlunni.

„Áhugi minn á garðyrkju kviknaði eftir að ég heyrði í útvarpinu að hægt væri að rækta alls konar fjölbreyttar og framandi plöntur í gróðurhúsum hér á landi, allt frá tómötum og gúrkum yfir í kaffiplöntur og banana. Mér þótti þetta mjög áhugavert og fór í framhaldinu í garðyrkjunám við Garðyrkjuskólann.

Ingu kynntist ég á fyrsta árinu mínu í Garðyrkjuskólanum, en hún var ekki með eina stofuplöntu heima hjá sér þegar við kynntumst.

Smátt og smátt smitaðist áhuginn á ræktuninni yfir á hana, en hún hafði aldrei séð fyrir sér að fara í garðyrkju,“ segir Óli.

Heiðmörk

„Hugmyndin um að kaupa garðyrkjustöð kviknaði í miðju kófinu í janúar 2021. Sumarið áður höfðum við, ásamt tengdafjölskyldunni, reynt fyrir okkur í útirækt á blómkáli og spergilkáli með góðum árangri.

Inga varð heit fyrir hugmyndinni um að vinna við garðyrkju og þegar við sáum Heiðmörk ti sölu þótti okkur það tilvalið að bjóða í og kaupa stöðina og reyna fyrir okkur sem garðyrkjubændur.“

Stöðin er 2.500 fermetrar undir gleri og þar er heilsárslýsing og því möguleikar til að rækta nær hvað sem er. Auk þess er þar pökkunaraðstaða þar sem uppskerunni er pakkað í neytendapakkningar.

Við stöðina er lítið útisvæði sem er um 2.000 fm að stærð og þar ætla þau að rækta blómkál, spergilkál og gulrætur fyrir heimasöluna á Heiðmörk.

Eldpipar ný viðbót

Óli segir að þau rækti mest af salati og steinselju. „Við ræktum líka tómata og gúrkur og erum að prófa okkur áfram með eldpipar, eða chili, af ýmsum gerðum og viðbrögðin við honum hafa verið góð.

Eldpipar og paprikur eru nýjast viðbótin hjá okkur og við erum að rækta nokkrar sortir, eins og venjulegar paprikur og smáar og sætar snakkpaprikur sem eru lausar við kapsaisin-bragðefni, sem aftur á móti einkenna eldpiparinn.

Capsicum chinense 'Habanero' er bragðgóður en sterkur eldpipar.

Sjálfur er ég spenntur fyrir eldpiparnum og að rækta hann, enda alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Í dag erum við að rækta yrki eins og 'Jalapeno', 'Surtsey', 'Habanero' og 'Carolina Reaper', sem er eitt af sterkustu chiliyrkjum í heiminum.

Auk þeirra erum við að prófa okkur áfram með önnur spennandi yrki sem ekki eru komin í almenna sölu en verða fáanleg hjá okkur.“

Bragðgott augnakonfekt

Paprikur og eldpipar eiga sér langa ræktunarsögu og eru upprunnin frá Mexíkó, Mið-Ameríku og norður- hluta Suður-Ameríku.

Talið er að Indíánar í Mið- og norður hluta Suður-Ameríku hafi nýtt sér villtar paprikur og chili til matar og lækninga frá því löngu fyrir upphaf okkar tímatals.

Eftir að plönturnar bárust til Evrópu voru paprikur aðallega skrautjurtir í barrokkgörðum og á heimilum aðalsmanna á Spáni, enda er plantan alsett rauðum og gulum aldinum, sannkallað augnakonfekt.

Styrkleiki eldpipars
Capsicum chinense 'Carolina Reaper' er sagður sterkasti eldpipar í heimi samkvæmt heimsmetabók Guinness.

Eins og áhugafólk um sterkt chili veit mælist venjuleg búðarpaprika 0 á Scoville-skala. Hreinir kapsaisin- óíðar mælast 16 milljón SHU og er styrkur kapsaisin-óíða mestur í himnunni sem umlykur fræið.

Styrkleiki yrkja er svo mismunandi, til dæmis mælist chili sem kallast 'El-Paso' með 500 til 700 SHU, 'Jalapeno' 2.500 til 8.000, 'Tunga Satans' 125.000 til 325.000 og 'Trinidad sporðdreki' rúmlega 1,4 milljón SHU.

Eftir það fer smátt og smátt að hitna í kolunum þegar kemur að 'Pot Duoglah', þá mælist það aldin 1,85 milljón SHU.

Sterkasta chili í dag, 'Carolina Reaper', mælist 2,2 milljón SHU og getur líklega valdið sjálfsíkveikju við réttar aðstæður, enda ætti fólk alltaf að handleika hann með hönskum.

Capsicum annuum 'Surtsey' er millisterkur eldpipar sem hentar vel í matreiðslu.

Að sögn Óla er yrkið 'Surtsey' gult á litinn og líkist 'Cayanne' pipar en
er mildari á bragðið.

Skylt efni: Garðyrkja | eldpipar

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...