Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Líf og starf 3. júní 2022

Bambahús nýtt til að kenna nemendum sjálfbærni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Bambahús, sem svo er nefnt, hefur verið komið fyrir við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta þar og hlúa að ýmsum matjurtum.

Bambahúsið inniheldur 1.000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar. Tilgangur hússins er að kenna nemendum sjálfbærni og ræktun og hvernig hægt er að minnka kolefnisspor.

Gróðurkassar á skólalóð

Einnig hefur gróðurkössum verið komið fyrir á skólalóðinni en nemendur smíðuðu og skreyttu þá sjálfir í vetur. Þar mun fara fram moltugerð þar sem afgangs grænmeti og ávextir eru nýttir í moltuna og stendur svo til að rækta gulrætur, grasker og ávexti í sumar svo eitthvað sé nefnt.

Íslenska gámafélagið stendur fyrir verkefninu Bambahús sem byggir á þeirri hugmyndafræði að virðisauka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megináherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1.000 lítra plasttankar, gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til matvælaframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skútustaðahrepps.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...