Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ætiplöntur  og annað mas
Líf og starf 9. mars 2021

Ætiplöntur og annað mas

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vilmundur Hansen og Guðrún Hulda Pálsdóttir eiga það sameiginlegt að vera nokkuð upptekin af ætiplöntum. Nú hafa þau tekið höndum saman og farið af stað með hlaðvarpið Flóruna á Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins.

Uppistaða þáttanna eru hinar sívinsælu fræðslugreinar Vilmundar um nytjaplöntur heimsins sem birtust á síðum Bændablaðsins frá árinu 2015–2020.

Þau kryfja eina plöntu í hverjum þætti, skoða ræktun hennar og nytjar ásamt því að finna til áhugaverðar staðreyndir og sögur tengdar plöntunni. Inn á milli spila þau þematengd hljóðbrot.

Í fyrsta þættinum tóku þau fyrir sætuhnúða, sem flestir þekkja sem sætar kartöflur.
„Eitt af mínum markmiðum í lífinu er að útrýma nafninu sætar kartöflur. Þetta er villandi nafn því þetta eru ekki kartöflur,“ segir Vilmundur og leggur til heitið sætuhnúðar, því um er að ræða neðanjarðarhnýði sem er forðarót, sem við leggjum okkur til munns.

Í öðrum þætti fara þáttastjórnendurnir svo á flug við að ræða hrísgrjón, sem er sú planta sem hefur fætt fleiri og í lengri tíma en nokkur önnur planta. Þau eru gríðarlega mikilvæg fæða enn í dag því meira en einn fimmti allra hitaeininga sem jarðarbúar neyta koma úr hrísgrjónum.

„Japönsku bíltegundirnar Toyota og Honda heita eftir hrísgrjónum. Toyota þýðir ríkulegur hrísgrjónaakur, á meðan Honda þýðir aðal hrísgrjónaakurinn,“ segir Guðrún Hulda m.a. í þættinum meðan Vilmundur fer yfir þær lífsstílsbreytingar sem hann þarf að horfast í augu við. En í þeim þarf hann, meðal annars, að hætta að borða hrísgrjón.

Hægt er að senda inn spurningar til þáttastjórnendanna í gegnum netfangið floran@bondi.is en í næsta þætti hyggja þau á umræður um Inkakorn, sem margir þekkja undir tökuorðinu kínóa.

Flóran er aðgengileg í spilara Hlöðunnar á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is/hladan, sem og í öllum helstu hlaðvarpsveitum svo sem á Spotify og Apple Podcast.

Flóran #2 Hrísgrjón - Bændablaðið (bbl.is)

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...