Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Íslenska kýrin
Íslenska kýrin
Mynd / Karsten Winegeart
Lesendarýni 12. febrúar 2025

Íslenska kýrin í mikilli framför

Höfundur: Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra.

Það liggur fyrir mikið afrek hjá kúabændum á þessari öld hversu stórstígar framfarir hafa einkennt íslenska kúastofninn og risastökk í aukinni mjólkurlagni.

Guðni Ágústsson.

Í síðasta tölublaði Bænda­blaðsins mátti lesa um kýrnar í Stóru-­Mörk 1 undir Eyjafjöllum þar sem stór hjörð skilaði að meðaltali á tíunda þúsund lítrum eftir árskúna. Önnur frétt um hana Klauf í Lambhaga á Rangárvöllum sem mjólkaði yfir sextán þúsund lítra yfir árið.

Þegar horft er til baka sést best hversu risavaxnar framfarirnar eru. Árið 1990: mjólkuðu þær 4140 kg að meðaltali. Árið 2000: 4657 kg og árið 2023: 6411 kg, fast að 50% aukning á 23 árum. Mörg kúabú með meðalnyt frá sex þúsund og upp í og yfir átta þúsund lítra á ári.

Aðbúnaður kúnna er betri í nýjum fjósum með mjaltaþjóni. Heyskapartækni hefur batnað og endurræktun túna. Engin spurning að bændunum er meiri alvara en áður var. Kynbætur eru á fljúgandi ferð og nú stærsta atriðið í höfn, kyngreint sæði.

Mikið er rætt um meðalaldur bænda og umræðan snýst um að stéttin sé komin á eftirlaunaaldur 67 ára gömul að meðalaldri. Þetta er alrangt, ég sé að Skagfirðingar telja meðalaldur kúabænda sinna vera 47 ár. Þannig að fróðlegt væri að vita þessa tölu í landinu. Sauðfjárbændur eru gerðir með þeim hætti að þeir búa margir ævina út. Landbúnaðurinn er á framfaravegi og ekki síst kúabúskapurinn og hrossa­ búgarðarnir. Munið það, bændur, að fólkið í landinu styður ykkur, þið eigið ekki einir íslensku kúna, ef þið ákveðið að fórna henni þá getur margt breyst í viðhorfinu til ykkar. Árið 2001 höfnuðu íslenskir kúabændur norsku NRF kúnni, 75% sögðu nei við tilrauninni. Þótt þjóðin hafi eignað undirrituðum þessa ákvörðun aftur og aftur voru það bændurnir sjálfir sem gerðu það. Hins vegar var þetta haft eftir mér sem landbúnaðarráðherra: ,,Nú verða menn að una glaðir við sína íslensku kú og hugsa um það eitt að rækta hana.“ Það hafið þið sannarlega gert, kúabændur.

Frétt barst á dögunum um að 85% þjóðarinnar vilja helst að allar landbúnaðarvörur sem hægt er verði framleiddar í landinu. Kjötið, mjólkurvörurnar og grænmetið. Bændurnir eru vinsælir þó þeir viti ekki af því. Það er mikilvægt að verja þessa ánægjuvog, ekki síst nú þegar ESB­aðild er komin á dagskrá. Ef Ísland gengur í ESB færir landbúnaðurinn mestar fórnir.

Stöndum saman, Íslendingar, um að hafna því að ganga í Evrópusambandið. Það strandaði árið 2013, innganga færir okkur einungis fórnir. Við eigum auðlindir lands og sjávar og landbúnaðurinn með sína heilbrigðu búfjárstofna er öryggi barna okkar og framtíðarinnar.

Skylt efni: erlent kúakyn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...