Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Stærðir: S M L
Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3.5 mm.
Saumnál.

Aðferð:

Grifflurnar eru prjónaðar í hring. Fitjið upp 32-36-40 lykkjur og prjónið stroff 2 sléttar og 2 brugðnar lykkjur 7-8-8 umferðir.

Þá er prjónað slétt, nema á handarbaki, þar er prjónuð brugðning áfram, þar sem 4 hver umferð í mynstri er prjónuð brugðin, mynstrið nær yfir 10 lykkjur og er endurtekið á handarbaki alla leið upp, þar til kemur að stroffi efst. Annað er prjónað slétt.

Prjónið nú þar til stykkið mælist 11-12-13 sm.

Útaukning fyrir þumli á hægri hendi:

Prj 3-4-5 sl lykkjur á eftir mynstri. Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju.

Setjið prjónamerki til að afmarka þessar 5 lykkjur eða setjið þær á sér prjón, þær mynda þumalinn. Prjónið umferð á enda og prjónið 2 umferðir án útaukningar.

Prjónið 1 lykkju, aukið um 1 lykkju, prj 3 lykkjur, aukið um 1 lykkju, prj 1 lykkju, prj umferð á enda og 2 umferðir án útaukningar. Svona fjölgar lykkjunum á milli útaukninganna um 2 í hverri útaukningarumferð. 

Þetta er endurtekið, þar til 15-17-19 lykkjur eru á þessum prjóni og alltaf prjóna 2 umferðir án útaukningar á milli, endið á 2 umferðum án útaukningar. Þá eru endalykkjurnar á þessum prjóni settar með hinum lykkjunum og þær sem eftir eru og mynda þumalinn eru settar á nælu og geymdar, alls 13-15-17 l.

Þá er prjónað áfram. Fjölgið um 1 lykkju í þumalkverk svo áfram verði sami lykkjufjöldi og áður og tengið aftur saman. Prjónið 2-2.5-3 sm og svo 4-4-5 umferðir brugðningu í lokin. Fellið af.

Útaukning fyrir þumli á vinstri hendi:

Hann er gerður eins og er prjónaður hinum megin við mynstur á handarbaki, látinn speglast og hafðar 3-4-5 lykkjur sléttar á undan mynstri.

Þumall:

Setjið lykkjurnar sem geymdar voru á 3 prjóna, takið upp 2 lykkjur í þumalgróf til að ekki myndist gat. Prjónið 3 umferðir og fellið svo af. Gangið vel frá öllum endum.

Þvottur:

Þvoið grifflurnar með volgu vatni og ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f