Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Blómabúðin Dögg
Gamalt og gott 3. október 2023

Blómabúðin Dögg

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Blómabúðin Dögg stóð meðal annars á horni Bæjarhrauns og Hólshrauns. Árið 1982 ákváðu eigendur hennar, hjónin Ásmundur Jónasson og Halldóra Hermannsdóttir, að byggja þar fyrsta sérhannaða húsnæðið undir blómaverslun. Var húsnæðið sexstrendingur að lögun og sérstaklega hugað að sem bestu birtuskilyrðum. Var verslunin annars stofnuð árið 1977 og stóð lengi vel að Álfheimum 6, en í dag má hana finna að Bæjarhrauni 26 í Hafnarfirðinum. Hurðarop þeirrar verslunar er nákvæmlega sex skrefum frá þeim inngangi er þjónaði gestum frá ómunatíð – kemur fram í Fjarðarpóstinum árið 2011, og tekið fram að sama persónulega þjónustan og úrvalið hafi ekkert breyst.

Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þan...

Páskaeggjaframleiðslan á fullu
Gamalt og gott 28. mars 2024

Páskaeggjaframleiðslan á fullu

Árið 1979 voru framleidd tæplega fjögur hundruð þúsund páskaegg hérlendis, Íslen...

Mjólkurpóstur á Laugavegi
Gamalt og gott 22. janúar 2024

Mjólkurpóstur á Laugavegi

Mjólkurpóstur á Laugavegi í Reykjavík er myndin titluð og er frá árinu 1949. Þjó...

Heyflutningar
Gamalt og gott 12. desember 2023

Heyflutningar

Í mars það herrans ár 1966 stóðu pallbílar, fullfermdir af heyi við Bændahöllina...

Ullarflíkur frá Álafossi
Gamalt og gott 28. nóvember 2023

Ullarflíkur frá Álafossi

Hér sjást ullarflíkur frá Álafossi. Mynd tekin fyrir búnaðarblaðið Frey árið 198...

Kornskurður á Búlandi
Gamalt og gott 15. nóvember 2023

Kornskurður á Búlandi

Kornskurður á Búlandi í Austur-Landeyjum haustið 1981. Mynd sem birtist í þriðja...

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917
Gamalt og gott 31. október 2023

MR búðin, Mjólkufélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917

MR búðin, Mjólkurfélag Reykjavíkur, var stofnuð árið 1917 og hefur selt í gegnum...

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“
Gamalt og gott 17. október 2023

Helga á Engi í félagsskap „vina sinna“

Mynd úr safni Bændasamtakanna. Með henni fylgir vélritaður miði sem á stendur: „...