Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Slétta
Bóndinn 2. desember 2021

Slétta

Sigurður flytur á Sléttu ásamt foreldrum sínum og systkinum frá Nesi í Loðmundarfirði árið 1953. Síðan féll faðir hans skyndilega frá árið 1974 og tók Sigurður þá við búinu á Sléttu að fullu. 

Dagbjört flytur á Sléttu 1975 og hefjast þau þá handa við að byggja upp jörðina þar sem húsakostur var lítill og lélegur. Þuríður og Guðjón byggðu annað einbýlishús á jörðinni 2019 og eru smám saman að taka við búinu.

Býli:  Slétta. 

Staðsett í sveit:  Reyðarfjörður, Fjarðabyggð.

Ábúendur: Sigurður Baldursson og Dagbjört Briem Gísladóttir, Þuríður Lillý Sigurðardóttir og Guðjón Már Jónsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigurður og Dagbjört eiga saman 2 börn, Þuríði Lillý og Róbert Marinó, fyrir á Sigurður einn son, Brynjar Sindra. Þuríður og Guðjón eiga svo saman eina dóttur, Dagbjörtu Ósk. Á Sléttu eru svo fjórir hundar og einn köttur, svo telur fiðurfénaðurinn 19 stykki sem eru óttaleg gæludýr.

Stærð jarðar?  Um 3.000 hektarar en þar af er mikið fjallendi.

Gerð bús? Sauðfjárbú með sölu jarðefna sem auka tekjur. 

Fjöldi búfjár og tegundir? Á Sléttu eru 520 gripir á vetrarfóðrum.

Við framleiddum 12,5 tonn af lambakjöti 2021 og settum á 90 lömb. Einnig erum við með 11 hross okkur til yndisauka.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þuríður og Sigurður gefa fénu á morgnana, sinna tilfallandi störfum á daginn eftir árstíma og gefa aftur seinni partinn. Guðjón vinnur sem verkstjóri á vélaverkstæði VHE á Reyðarfirði og Dagbjört vinnur í Lyfju Reyðarfirði. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru klárlega smalamennskur, sauðburður og hey­skapur. Leiðinlegasta bústarfið er skítmokstur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við höfum hug á því að bæta við búgrein sem vonandi kemur í gagnið á næstu tveimur árum. Fjárhúsin eru full og höfum við ekki hug á að byggja við þau eða fjölga fénu eins og staðan er í dag. Við höldum þó áfram að efla stofninn hjá okkur og auka við framleiðsluna.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara?  Við teljum helstu sóknarfærin í sauðfjárrækt vera að bjóða upp á ferskt lambakjöt fleiri mánuði ársins.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Á báðum heimilum er alltaf til þorskalýsi, mjólk, ostur og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakótilettur í raspi og ýmsir réttir úr ærhakki. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar Guðjón var að dreifa skít og fór inn í skíthúsið til að opna næsta hólf.

Það fór ekki betur en svo að hann sat fastur upp að mitti í miðjum skítahaugnum, í svarta myrkri og engu símsambandi. Hann greip á það ráð að grafa sig upp með höndunum og komst þannig út, fór niður að á til að skola gallann og mætti Sigurði þegar hann kom til baka.

Sigurði fannst þetta frekar hlægilegt en benti Guðjóni á að taka með sér planka til að leggja ofan á skítinn og gátu þeir þá loks opnað án vandræða.

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...