Fræðsla

   
 
Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir sumarið 2013 er nú komin út og er hún aðgengileg á vefsíðu Nautaskrárinnar. Hægt er að nálgast hana með því að smella hér.
 
Í fyrra vor birti Bændablaðið haldgóð ráð á sauðburði frá Þorsteini Ólafssyni dýralækni sauðfjársjúkdóma hjá MAST. Ennfremur birtum við þá nokkur heilræði varðandi burðarhjálp og er ástæða til að endubirta þennan vísdóm nú þar sem þessi tími fer nú víða í hönd.
 
Jón Pétursson minkaveiðimaður tekur hér byrjendur í minkaveiðum í kennslustund. Frásögn hans hér á eftir er úr Bændablaðinu 29. nóvember sl.
„Þar sem veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar er hætt störfum, eða sinnir ekki því sem upphaflega var stofnað til, langar mig til gamans að fræða byrjendur í minkaveiðum um hvernig bera á sig að við veiðarnar. (Þetta var eitt af hlutverkum veiðistjóraembættisins á sínum tíma.) Fyrst skal bent á að minkurinn er mjög forvitinn og skoðar allar holur og göng sem verða á vegi hans.
 
Á www.bondi.is hefur verið byggður upp sérstakur ESB-vefhluti. Markmiðið er að safna saman upplýsingum um landbúnað og Evrópumál fyrir bændur og almenning. Tilgangurinn er að varpa ljósi á umfang og eðli sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB og afstöðu Bændasamtakanna í þeim efnum. Efnið verður fram sett með fjölbreyttum hætti, t.d. sem ítarefni á erlendum tungumálum, sjónvarpsupptökur, blaðagreinar og annað fræðsluefni. Ábendingar um gagnlegt efni eru vel þegnar og óskast sendar á netfangið tb@bondi.is.
 
Við hönnun á hesthúsum er mun algengara að gera ráð fyrir stíum í staðinn fyrri bása.  Án undantekninga skal fylgja kröfum í aðbúnaðarreglugerð um lágmarks stíustærð.  Aðstaða utandyra þarf að taka tillit til þess að hross þarf að setja út daglega.  Þá þarf að gera ráð fyrir því að hægt sé að vinna með hesta utandyra.
Hér á eftir fer grein Magnúsar Sigsteinssonar, forstöðumanns byggingaþjónustu Bændasamataka Íslands, sem ber heitið Nokkur atriði um hesthús. Greinin er upphaflega frá árinu 2004 en Magnús endurbætti hana og uppfærði á þessu ári. Hún fer hér orðrétt á eftir:

 
Margir kannast við að sjá lerki að vetri til sem ekki hefur misst barrið og furða sig á því. Í flestum tilvikum missir lerkið barrið - og það er í raun sérstaða lerkisins meðal örfárra barrtrjáa. En af hverju gerist þá það að lerki missir stundum ekki barrið á veturna? Á Vef skógræktar ríkisins er í efitirfarandi greinarkorni fjallað um þetta frávik í náttúrunni.
 
Nautaskrá Nautastöðvar BÍ fyrir sumarið 2008 var send út til kúabænda í júlímánuði en hún er nú aðgengileg á Netinu með því að smella hér.

Sveinbjörn Eyjólfsson og Magnús B. Jónsson höfðu umsjón með útgáfunni en Þröstur Haraldsson bjó til prentunar. Forsíðumyndin er tekin af Jóni Eiríkssyni kúabónda
 
Nú er sláttur víða í hámarki til sveita og gott fyrir bændur að huga að hirðingarsýnum. Heyefnagreiningar geta lagt grunninn að hagkvæmari búrekstri. Mikilvægasta hluta heyforðans á hverju búi er aflað í byrjun sláttar, - þ. e. þess rúmlega þriðjungs heyforðans sem skiptir sköpum um fóðrun sauðfjár á fengitíma og á sauðaburði og hjá mjólkurkúm um burðinn og á fyrri hluta mjólkurskeiðsins
...
Eftirfarandi grein eftir Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóra hjá BÍ, fjallar um nauðsyn þess að taka hirðingarsýni og er hún birt hér í heild sinni:
 
Í þessari grein verður fjallað um hugsanleg áhrif hlýnandi veðurfars á sjúkdóma og meindýr á nytjagróðri á Íslandi. Í fyrsta lagi verður fjallað um það hvaða tegundir skaðvalda gætu borist til landsins og hvaða skaða þær gætu valdið hér. Í öðru lagi verður fjallað um hugsanlegar breytingar á útbreiðslu og skaðsemi tegunda sem þegar eru í landinu en hafa haft litla þýðingu til þessa. Í þriðja lagi verður fjallað um áhrif hlýnandi veðurfars á skaðsemi meindýra og sjúkdóma sem eru útbreiddir hér og valda nú þegar verulegu tjóni.
 
Tilbúinn áburður er stór kostnaðarliður við búskap hér á landi og því mikilvægt að hann sé notaður þannig að hann skili sem mestri uppskeru og sem minnst af honum tapist út í umhverfið. Mikilvægu þáttur í þessu er áburðartíminn, gróðurinn þarf að vera tilbúinn til þess að taka næringarefnin upp og ytri aðstæður þurfa að vera þannig að áburðurinn tapist ekki áður en plönturnar ná honum.
 
Réttar stillingar eru lykilatriði til að fullnýta afkastagetu þreskivéla án þess að korntapið verði of mikið. Mikilvægt er að kynna sér leiðbeiningar framleiðanda um notkun vélarinnar. Í töflunni hér á eftir er farið gróflega yfir nokkrar mikilvægustu stillingar þreskivélar, hvernig röng stilling lýsir sér og hvernig hægt er að bregðast við. 
 
Þegar tíðarfar er þurrt eiga einærar nytjaplöntur oft í vök að verjast gagnvart illgresi. Þetta á við í grænfóðurflögum, nýræktum og kornökrum þar sem sáð er að vori. Við kjöraðstæður þar sem sáðbeður er góður og ræki nægjanlegur hafa nytjaplönturnar forskot og illgresið verður undir í samkeppninni. Þetta á einkum við um korn og rýgresi sem spíra hratt en sáðgresi og grænfóður af krossblómaætt (kál) spírar hægar. Ef rakinn tapast úr flögum við jarðvinnslu að vori og við tekur langur þurrkakafli er hætta á því að illgresið nái yfirhöndinni.
 
Hlutfall þeirra laxa sem er veitt og sleppt í íslenskum veiðiám hefur farið vaxandi frá því skráningar á því hófust 1996. Hlutfall slepptra laxa hefur að jafnaði verið um 16% á undanförnum 3 árum. Það hlutfall er breytilegt milli áa, frá engu og yfir 90% af veiðinni. Til að kanna áhrif og hlutfall endurveiði laxa, voru fiskar merktir úr fjórum ám og endurveiði skráð. Þegar veitt er og sleppt veiðist hluti fiska oftar en einu sinni en þekking á því hversu stór sá hluti er, er mikilvæg til að meta framlag slepptra laxa til hrygningar.
 
Í jarðsögunni hefur veðurfar oft verið hlýrra en nú og sveiflur miklar þegar litið er til lengri jarðsögulegra tímabila. Skógar á norðlægum slóðum hafa brugðist við slíkum loftslagsbreytingum með framrás á hlýskeiðum og hopi á kuldaskeiðum. Margir óttast hins vegar að hitafarsbreytingar sem nú eru taldar vera í aðsigi vegna gróðurhúsaáhrifa verði svo örar og miklar, að útrýming blasi við mörgum tegundum trjáa, annarra jurta og dýra í skógarvistkerfum. Í þessari grein er fjallað um hugsanleg áhrif hlýnunar á skóga og skógrækt hérlendis, með hliðsjón af nýlegri spá um veðurfarsbreytingar á Íslandi.
 

Víst er vorið komið þear lambféð er farið að dreifa sér um tún. Það er að sjálfsögðu þægilegt að nota tún sem beitar- og vörsluhólf fyrir lambær og það hefur einnig sýnt sig að þrif lamba eru best ef ærnar ganga á túnum.

En böggull fylgir skammrifi, vorbeitin hefur áhrif á sprettu og gróðurfar túnsins. Þessi áhrif hafa verið mæld öðru hvoru allt frá því fyrir fyrra stríð og í flestu hefur niðurstöðum borið saman.


 
Skýrsluhald er grunnur að skipulegu ræktunarstarfi í svínaræktinni líkt og í öðrum búgreinum. Tæpur þriðjungur svínabænda tekur þátt í skýrsluhaldi sem rekið er af Bændasamtökum Íslands og stjórnað af fagráði í svínarækt. Þegar byrjað var á skýrsluhaldsþjónustu hjá Bændasamtökum Íslands á árinu 1995 var meðalvaxtarhraði íslenskra sláturgrísa á bilinu 420-450 g á dag. Í árslok 1997 var vaxtarhraði íslensku sláturgrísanna kominn upp í 560 g á dag hjá duglegustu og áhugasömustu svínabændunum.
 
Fóðuröflun af ræktuðu landi er mikilvæg undirstaða búskapar hérlendis. Veðurfar, jarðrækt og jarðvegur hafa áhrif á það hvort tún geti skilað mikilli uppskeru og árvissri. Það er löngu viðurkennt að jarðvegslífverur, þar með taldir ánamaðkar, hafa áhrif á frjósemi jarðvegs. Undir hverju fótspori má finna í jarðvegi aragrúa lífvera með fjölbreytilegt útlit sem eru ekki síður margbreytilegar en lífverur á yfirborðinu. Bent hefur verið á að jarðvegur sé nokkurs konar meltingarfæri gróðursins og að enginn raunverulegur jarðvegur verði til án starfsemi jarðvegsdýra (Helgi Hallgrímsson 1969).
 
Seint á nítjándu öld munu 6 íslenskar kindur hafa verið fluttar til Manitoba í Kanada, en áhrif þeirra urðu að sjálfsögðu ákaflega lítil. Árið 1985 flutti Stefanía Sveinbjarnardóttir, á Yeoman Farm í Ontario í Kanada, íslenskt sauðfé til N-Ameríku, nánar tiltekið til Kanada. Um var að ræða 10 ær og 2 hrúta (Stefanía Sveinbjarnardóttir-Dignum 1986). Árið 1990 endurtók Stefanía leikinn og flutti 76 kindur til Kanada. Þannig ruddi hún brautina fyrir íslenskt sauðfé þar ytra, enda hefur hún ávallt haldið því fram að íslenska sauðkindin eigi eftir að heilla íbúa N-Ameríku. Eitt er víst að fáir hefðu trúað því fyrir 17 árum að við ættum eftir að sjá jafnmargt íslenskt fé í N-Ameríku og raun ber vitni og að við myndum selja hrútasæði þangað fyrir aldamót.
 

Feðgarnir Kristian og Alf Vinningland í bænum Time á vesturströnd Noregs hafa misjafna reynslu af gæðum steyptra gólfbita. Gæði steypunnar voru svo lítil að ammoníak smeygði sér inn að járnabindingunni sem ryðgaði í sundur. Afleiðingarnar voru þær að skipta þurfti um gólfbita með ærnum tilkostnaði.

 

 
Á undanförnum árum hefur áhugi á náttúrulækningum og náttúruefnum stóraukist hér á landi sem erlendis. Gömul reynsluvísindi í urtabókum hafa verið tekin til skoðunar og hafnar sértækar rannsóknir á virkum efnum í einstökum plöntuhlutum mismunandi tegunda. Ræktun er einnig hafin á þessum tegundum og því má nú fara að sjá ,,hvannargarða” eins og fyrr á tímum.
 

Ef til vill

Ef til vill færðu aftur að hvílast í grasi
örskammt frá blessuðum læknum, rétt eins og forðum,
og hlusta á vingjarnlegt raul hans renna saman
við reyrmýrarþyt og skrjáf í snarrótarpunti,
finna á vöngum þér ylgeisla sumarsólar
og silkimjúka andvarakveðju í hári,
er angan af jurtum og járnroðakeldum þyngist
og jaðraki vinur þinn hættir að skrafa við stelkinn.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson 1976)

 
Selen er nauðsynlegt næringarefni fyrir menn og dýr en ekki hefur verið sýnt fram á mikilvægi þess fyrir plöntur. Í Kína er þekkt samband á milli lágs seleninnihalds í jarðvegi og sjúkdóma í mönnum og tengist það yfirleitt einhæfu mataræði þar sem fæðan er sprottin úr jarðvegi með lágt seleninnihald. Selenskortur er ekki líklegur í fólki á Íslandi þar sem mataræði er yfirleitt það fjölbreytt. En það er önnur saga varðandi húsdýrin.
 
Hagaskjól fyrir hross má útbúa á ýmsan hátt. Þau þurfa þó að vera þannig úr garði gerð að þau veiti raunverulegt skjól í ríkjandi vindáttum á viðkomandi stað.Sums staðar getur hentað að ýta upp jarðvegsgarði og græða hann upp. Slíkur garður þarf að ná að minnsta kosti 2,5 metra hæð fullsiginn. Annars staðar hentar betur að byggja skjól úr timbri.

 

Hugnast þér nýtt fyrirkomulag á búfjáreftirliti?
Nei
Hef ekki myndað mér skoðun.
 
Svara

Skoða niðurstöður