Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldursskiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005.
Fréttir 17. mars 2021

Ýsan vanmetin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt því sem segir á vef Landssambands smábátaeigenda er ýsustofninn við landið vanmetinn og því ástæða til að bæta við veiðiheimildir.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambandsins, segir að niðurstöður rallsins 2020 sýndu að ýsustofninn er í góðu ásigkomulagi og samkvæmt aflareglu ráðlagði Hafrannsóknastofnun um 9% aukningu frá fiskveiðiárinu 2019/2020.

„Í skýrslu Hafró í desember síðastliðinn, er meðaltal aldurs­skiptra vísitalna í fjölda næstliðinna sjö árganga í ýsu 2014 til og með 2020 rúmum fjórðungi hærra en tímabilið 1999 til 2005. Ráðlagður heildarafli nú er hins vegar aðeins 45.389 tonn en var fiskveiðiárið 2005/2006 105.000 tonn.

Jafnframt er meðalþyngd allra þeirra árganga sem nú er verið að veiða yfir langtíma meðaltali.
Nú er fiskveiðiárið hálfnað og staða margra útgerða farin að þrengjast. Í krókaaflamarkinu er búið að veiða um fjórðungi meira en það sem bátarnir fengu úthlutað samkvæmt aflahlutdeild. Með því að skipta þorski út fyrir ýsu úr aflamarkskerfinu hafa þeir aukið heimildir um 1.655 tonn. Þrátt fyrir það eru aðeins þúsund tonn eftir sem endast verður til loka fiskveiðiársins. Sambærilegur vandi er í aflamarkskerfinu, 11 þúsund tonn óveidd.

Fyrirsjáanlegt er að fjölmargar útgerðir, jafnt stórar sem smáar þurfa að óbreyttu að stöðva veiðar á næstunni. Við því þarf ráðherra að bregðast með því að bæta strax við heimildum en ekki bíða með það til 1. september.“

Örn segir að Landssamtök smábátaeigenda og Sjómannasamtökin hafi átt fund með sjávarútvegsráðherra um stöðuna og hafi ráðherra í framhaldinu komið á fundi milli samtakanna og hafrannsóknastofnunar.

Skylt efni: Ýsa fiskar

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...