Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði.
Fréttir 10. apríl 2018

Vilja viðhalda kvótakerfinu og hræðast ekki erlenda samkeppni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Kúabændur vilja viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu og hræðast ekki innflutning séu samkeppnisaðstæður þeirra sambærilegarvið erlenda framleiðendur.

Arnar Árnason, formaður LK og bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, segir að samkvæmt ályktun aðalfundar Landssambands kúabænda vilji bændur viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu.

„Sem þýðir að kúabændur vilja kvótakerfið áfram og vilja áfram geta átt viðskipti með greiðslumark og að það færist á milli manna með svipuðum hætti og verið hefur með innlausnarmarkaði ríkisins.

Á næsta ári verður kosið um kvótann og ef kosningin fer eins og skoðanakannanir benda til þá verður niðurstaða í anda ályktunar aðalfundarins og gott nesti fyrir stjórnina á vinna með.“

Aðalfundur LK ályktaði einnig um niðurstöðu EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti og ógerilsneyddi mjólk. Arnar segir að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra, hafi komið á fundinn og lýst því yfir að stjórnvöld muni ræða við þá aðila hjá Evrópusambandinu sem hafa með það mál að gera mjög fljótlega. 

„Kristján hefur einnig stofnað starfshóp sem á að fjalla um málið og við bindum talsverðar vonir við hann og að fjallað verði um málið af alvöru. Enda eru menn farnir að sjá stóra samhengið og skilja að það skipti máli að hafa öflugan landbúnað í landinu. Það sem skiptir okkur mestu máli er að búa við samkeppnisaðstæður sem gera okkur kleift að takast á við erlenda samkeppni því við hræðumst hana ekki.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...