Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Vegan festival 2016
Fréttir 9. ágúst 2016

Vegan festival 2016

Samtök grænmetisæta á Íslandi standa fyrir hinu árlega Vegan festivali í annað sinn laugardaginn 13. ágúst næstkomandi, kl 14, á Thorsplani í Hafnarfirði. 
 
Um er að ræða grillveislu og skemmtun fyrir vegan fólk og aðra sem hafa áhuga á að bragða á vegan grillmat. Markmið festivalsins er að gleðjast saman og fagna aukinni vitund og miklum árangri vegan hreyfingarinnar. 
 
Kynnir hátíðarinnar verður bandaríska vegan dragdrottningin og grallarinn Honey LaBronx. Aðrir skemmtikraftar eru m.a. tónlistarkonan Sóley og rapparinn Bróðir Big. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum áhugasömum en veitingar verða seldar á hóflegu verði, 500 krónur fyrir vegan pylsu með öllu eða grillað Oumph! og gos. 
 
Sunnudaginn 14. ágúst kl 14 fylgir Honey LaBronx viðburðinum eftir með fyrirlestri um veganisma og réttindabaráttu minnihlutahópa í húsakynnum Gló í Fákafeni. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir og eru gestir hvattir til að mæta snemma til að tryggja sér sæti. 
 
Vakin er athygli á Snapchat Samtakanna þar sem hitað er upp fyrir festivalið þessa vikuna. Notandanafnið er veganuar.
Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...