Ný rannsókn bendir til að fólk sem upplifir æ minni tengingu við náttúruna sé ólíklegra til að vernda hana og að andleg og líkamleg heilsa þess geti versnað.
Ný rannsókn bendir til að fólk sem upplifir æ minni tengingu við náttúruna sé ólíklegra til að vernda hana og að andleg og líkamleg heilsa þess geti versnað.
Mynd / Pixabay
Utan úr heimi 30. desember 2025

Tengsl jarðarbúa við villta náttúru rýrna

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Mannkynið er að fjarlægjast náttúruna og það gæti haft alvarlegar afleiðingar. Rannsókn sýnir að náttúrutenging mannsins hefur minnkað um 60% á um 200 árum.

Samkvæmt nýrri rannsókn hafa tengsl jarðarbúa við náttúruna minnkað stöðugt sl. 200 ár. The Guardian og vefritið BrightVibes greina frá. Segir að þetta sé ekki aðeins sorglegt heldur beinlínis skaðlegt: fólk sem upplifi minni tengingu við náttúruna sé ólíklegra til að vernda hana og heilsa þess versni, bæði líkamlega og andlega.

Horft til 220 ára

Rannsókn Miles Richardson, prófessors í náttúrutengingu við háskólann í Derby, rekur nákvæmlega vaxandi fjarveru náttúrunnar úr lífi fólks í yfir 220 ár, með því að nota gögn um þéttbýli, tap á dýralífi og þátt sem skiptir sköpum; að foreldrar miðli ekki lengur þátttöku í náttúrunni til barna sinna.

Rannsóknin, sem birt var í tímaritinu Earth í sumar, leiddi í ljós að notkun náttúrutengdra orða í menningu og bókmenntum hefur minnkað um 60% frá upphafi sautjándu aldar. Borgarvæðing er sögð stór þáttur, þar sem flestir búi nú í þéttbýli og fari á mis við reglulega snertingu við villta náttúru.

Nútímatækni höggvi í sama knérunn og minnki raunverulega reynsluöflun. Skjátími dragi úr útiveru og beinum tengslum við náttúruna. Ef ekkert breytist, bendir líkan rannsóknarinnar til að við verðum föst í þessari þróun í það minnsta fram til um 2050. Þó geti aðgerðir nú mögulega lagt grunn að sjálfbærri endurheimt á síðari hluta aldarinnar.

„Náttúrutengsl eru nú viðurkennd sem lykilorsök umhverfiskreppunnar,“ sagði Richardson í samtali við Guardian. „Þau eru líka mikilvæg fyrir okkar eigin geðheilsu. Þörf er á umbreytingum ef við ætlum að breyta sambandi samfélagsins við náttúruna.“

Fólki þurfi að vera meðvitað

Bent er á að til séu lausnir. Með því að skapa dagleg tækifæri til náttúruupplifunar, styrkja fjölskyldutengsl, styrkja menningarlegar frásagnir, líta á náttúru sem lýðheilsumál og halda langtímayfirsýn, sé mögulegt fyrir okkur að snúa þróuninni við.

„Ef við höldum áfram að fjarlægjast náttúruna eigum við á hættu að hraða vistkerfishruni og rýra geðheilsu,“ segir í grein BrightVibes. „En með því að endurheimta tengslin, byggjum við samfélög sem vernda jörðina.“

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...