Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kýr númer 563 á  bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum stolt með kálfana sína tvo.
Kýr númer 563 á bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum stolt með kálfana sína tvo.
Mynd / KG
Fréttir 16. október 2014

Tvíkefld í tvígang

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kýr númer 563 á  bænum Efri-Múla í Saurbæ í Dölum hefur komið heldur betur á óvart hvað frjósemi varðar. Nú í vikubyrjun bar hún tveim kálfum, kvígu og nauti, og það sama gerðist í fyrra.

Í Efri-Múla búa Kristján Garðarsson og Herdís Reynisdóttir ásamt börnum sínum, Elísabetu Ásdísi, Stefáni Rafni og Árdísi Lilju. Kristján sagði í samtali við Bændablaðið að kýrin hafi einungis borið tvisvar og þetta sé afraksturinn.

Er að svara aukinni eftirspurn eftir nautakjöti

„Ég held að hún sé bara að svara eftirspurn eftir nautakjöti. Í fyrra bar hún seint um kvöld og ég tók hana úr stíunni og kálfinn með og setti hana á bás og fór svo. Þegar ég kom aftur í fjósið um morguninn lá annar kálfur fyrir aftan hana, en var dauður. Mig óraði ekki fyrir því að hún væri með tvo kálfa, enda var hún ekki þessleg í vextinum.

Núna var ég með hana inni í hlöðu ásamt öðrum geldkúm á undirburði. Ég sá þá að hún var borin. Þegar ég fór ásamt syni mínum að sækja hana varð mér á orði; „skyldu vera tveir hér?“ Þegar hjörðin færði sig til kom svo annar kálfur í ljós.“

Kristján segir að báðir kálfarnir hafi lifað þótt þeir hafi komið í heiminn aðeins fyrir tímann.
„Þeir eru litlir en sprækir og hlaupa um allt.“

Kristján og fjölskylda eru með 43 kýr og eitthvað yfir 100 geldneyti.  Kýrin frjósama fæddist 26. apríl árið 2010.  Móðir hennar er Litla Ljót frá Stökkum á Rauðasandi, en faðir naut nr. 0382 frá Lyngbrekku, Fellsströnd.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...