Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið
Mynd / TB
Fréttir 21. júlí 2020

Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið

Höfundur: TB
Þorvaldur Kristjánsson, hrossa­­ræktar­ráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu.
 
Þorvaldur hóf störf sem ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML í ársbyrjun 2015 og hefur verið ræktunarleiðtogi í íslenskri hrossarækt síðan. Hann hættir í ágústlok en óvíst er hver tekur við starfinu í kjölfarið. Að sögn Þorvaldar var ákvörðunin ekki auðveld þar sem starfið hafi verið afar skemmtilegt en hann mun snúa sér að öðrum verkefnum í haust.  
 
„Það er búið að vera áhugavert og gefandi að starfa hjá RML enda sameinar starfið vinnu og áhugamál,“ segir Þorvaldur, sem mun síður en svo hætta afskiptum af hrossaræktinni þótt hann láti af starfi ábyrgðarmanns hjá RML. 
 
Þorvaldur mun stunda rannsóknir í tengslum við íslenska hestinn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hann hefur verið í hlutastarfi, auk þess að sinna áfram hrossadómum á kynbótasýningum.
 
Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...