Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styrkþegar að lokinni athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Styrkþegar að lokinni athöfn í Skaftfelli á Seyðisfirði, miðstöð myndlistar á Austurlandi.
Mynd / Austurbrú
Fréttir 7. mars 2016

Tæplega 60 milljónir til 90 verkefna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur úthlutað tæplega 60 milljónum króna til 90 verkefna sem efla munu atvinnuþróun og menningu í landshlutanum. 
 
Þetta er önnur úthlutun sjóðsins sem hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni í samræmi við sóknaráætlun landshlutans.
 
Alls bárust 150 umsóknir sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Áætlaður heildarkostnaður við þessi 150 verk­efni er rúmar 807 milljónir króna.  Sótt var um rúmar 221 milljón en til úthlutunar komu 55,5 m.kr. sem er örlítið lægri upphæð en í fyrra þegar 58 milljónum var úthlutað. 
 
Signý Ormarsdóttir, verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Austurlands, segir á vef Austurbrúar ánægjulegt hversu margar umsóknir bárust. Ákveðið var í haust að þýða helstu umsóknargögn yfir á ensku og telur hún að það hafi skilað sér í auknum fjölda umsókna sem margar hverjar voru afskaplega faglega unnar. Signý segir að það hafi líka vakið athygli hversu öflugar umsóknir um skógræktarverkefni hefðu borist. Þessi atvinnugrein hafi vissulega verið áberandi í styrkúthlutunum áður en aldrei með jafn fjölbreyttum og áhugaverðum verk­efnum og nú.
 
Tanni Travel fékk hæsta styrkinn
 
Hæsta styrkinn að þessu sinni fær Tanni Travel, eða 4,3 m.kr., til tveggja verkefna; 3,5 m.kr. til verkefnisins Fly Europe sem snýr að sölu flugsæta með beinu flugi Discover the World milli Egilsstaðaflugvallar og Lundúna sumarið 2016 og 800 þúsund kr. til Meet the locals en það verkefni snýst um að heimamenn taki á móti ferðamönnum á persónulegum nótum. Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, hlýtur 2,7 m.kr. til tveggja verkefna; 2,1 m.kr. til sýningardagskrár Skaftfells 2016 og 600 þúsund kr. til fræðsluverkefnis miðstöðvarinnar. Þá hlýtur LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi 2,5 m.kr. og Wasabi Iceland ehf. fær 2,2 m.kr. til vefjaræktunar á wasabi í rannsóknaraðstöðu. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...