Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Svartrottum fjölgar
Fréttir 23. febrúar 2016

Svartrottum fjölgar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Svo virðist sem svartrottur kunni best við sig í skóglitlu landslagi og þeim fjölgar hratt á svæðum þar sem skógar eru felldir.

Svartrottur, Ratus ratus, hafa farið sigurför um heiminn síðastliðin fjögur hundruð ár eða svo. Undanfarin ár hafa þessar rottur fundið sér nýtt kjörsvæði en það eru lendur regnskóga sem hafa verið felldir undanfarna áratugi. Rannsóknir á hegðun svartrottna sýnir að þær forðast vel gróna skóga.

Talning á svartrottum á eyjunni Borneó sýnir að þar hefur þeim fjölgað um mörg hundruð prósent samhliða aukinni skógareyðingu og á aukningin sér að mestu stað á landsvæðum þar sem áður stóðu skógar.

Ástæðan fyrir fjölgun rottnanna er meðal annars sögð að þær kunni vel við sig þar sem mikið af við þekur landið og verndar þær fyrir rándýrum. Líffræðingar á Borneó og víðar í hitabeltinu þar sem rottum fjölgar hratt segja rotturnar vera harðar í horn að taka og að víða munu innlend dýr verða undir í baráttunni um fæði og því fækka mikið. Auk þess sem svartrottur geta borið með sér sjúkdóma sem eru hættulegir mönnum. 

Skylt efni: Skógareyðing | svartrottur

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...