Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Stóra Kiwanis-hjálmamálið
Fréttir 2. maí 2016

Stóra Kiwanis-hjálmamálið

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Það hefur varla farið fram hjá neinum sú umræða sem hefur komið í kjölfarið á að borgaryfirvöld í Reykjavík leyfa ekki Kiwanis-mönnum og Eimskip að gefa börnum í 1. bekk reiðhjólahjálma. Ástæðan er sögð vera til komin vegna þess að lítil auglýsing þar sem nafn styrktaraðila Kiwanis-manna, Eimskip, kemur fram. 
 
Á vefsíðum dv.is og mbl.is er vitnað í Sigrúnu Björnsdóttur, upplýsingafulltrúa skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg, þar sem hún bendir á að reglur borgarinnar um merktar gjafir til grunnskólabarna séu skýrar. „Börn eiga ekki að vera gangandi auglýsing,“ segir hún og bendir á að frjálst sé að dreifa slíkum gjöfum annars staðar en í skólum þegar skólastarfi lýkur. 
 
Hér er kolrangur hugsunarháttur stjórnenda Reykjavíkur. Sé hugsað til forvarna á frekar að hygla þeim sem borga fyrir forvarnirnar.
 
 Ef þetta er stefnan fást aldrei kostendur til forvarna
 
Í mörg ár hafa forvarnafulltrúar, félagasamtök og tryggingafélög kvartað undan því að erfitt sé að fá kostendur til forvarna. Í jafn mörg ár hafa þeir sem vinna á einn eða annan hátt við forvarnir bent á ágæti forvarna. Sjálfur hef ég komið að forvörnum bæði í starfi og leik í yfir 20 ár og ef sveitarfélög fara að taka upp þessu alröngu stefnu Reykjavíkur, sem virðist vera svo herfilega röng að halda mætti að Reykjavíkurborg sé á móti forvörnum. Þetta staðhæfi ég þar sem að skipulagsstjóri Reykjavíkur startaði átakinu hjólað í vinnuna hjálmlaus.
 
Bestu forvarnakennarar eru yngstu börnin
 
Í mörg ár hafa Kiwanis-menn í samstarfi við Eimskip gefið um 50.000 hjálma og það er öruggt að einhverjir sem hafa fengið þessa hjálma þakka fyrir að hjálmurinn frá Eimskip var á hausnum þegar þeir lentu í hnjaski. Að gefa börnum hjálma er hluti af uppeldi þar sem hjálmanotkun er brýnd og kennt hversu nauðsynlegt er að vera með hjálm á reiðhjóli. Þegar krakkarnir eru komnir með hjálm á hausinn finnst þeim að allir eigi að vera eins og þeir. Við fullorðna fólkið látum undan þar sem að fræðsluáróður barnanna er svo sterkur að annað er ekki hægt. Það er „töff“ að vera með hjálm, en púkó að vera hjálmlaus. Borgarstarfsmenn Reykjavíkur geta verið áfram „púkó“ og hjálmlausir, en endilega þiggið hjálminn frá Eimskip og Kiwanis því þeir klæða hausa vel og eru „töff“.
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...