Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. mars 2023

Stefnt að byggingu björgunarmiðstöðvar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu hefur lýst því yfir að áhugi sé fyrir hendi að ráðast í byggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli.

Verkefnið yrði í samvinnu við björgunarsveitina Dagrenningu og mögulega fleiri aðila. Fundað var með fulltrúum björgunarsveitarinnar nú í janúar þar sem málin voru rædd, meðal annars stærð og skipulag slíkrar byggingar ásamt álitlegum staðsetningum.

„Þetta er spennandi verkefni, sem á eftir að taka á sig mynd á næstu mánuðum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Um síðustu áramót varð sú breyting á að slökkvistjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, Leifur Bjarki Björnsson, er kominn í 100% starf, sem var áður skilgreint 30% starf.

„Með því gefst okkur tækifæri til að byggja upp starfið og starfsemina til framtíðar, auka menntun og þjálfun starfsmanna, sinna eldvarnareftirliti og fleira,“ segir Anton Kári.

Skylt efni: Hvolsvöllur

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...