Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bás Lambhaga á Landbúnaðarsýningunni 2018. Á myndinni má meðal annarra sjá Hafberg Þórisson, garðyrkjumann. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Hauði Helgu Stefánsdóttir.
Bás Lambhaga á Landbúnaðarsýningunni 2018. Á myndinni má meðal annarra sjá Hafberg Þórisson, garðyrkjumann. Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og Hauði Helgu Stefánsdóttir.
Mynd / HKr
Fréttir 14. mars 2022

Stefnir í glæsilega landbúnaðarsýningu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirbúningur sýningarinnar Íslenskur landbúnaður 2022, sem stefnt er að í Laugardalshöllinni 14. til 16. október næstkomandi, gengur vel.

Ólafur M. Jóhannesson sýning­ar­haldari segir að mikill kraftur sé í undirbúningi fyrir land­bún­aðarsýninguna í Laugar­dals­höllinni í haust. Hann segir að til hafi staðið að halda land­búnaðarsýningu í Laugardals­höllinni síðastliðið haust en vegna Covid hafi þurft að fresta henni.

Samvinna við BÍ

Að sögn Ólafs er sýningin Íslensk­ur landbúnaður 2022 haldin í samvinnu við Bænda­samtök Íslands en sýningin er með sama sniði og sýningin sem var haldin árið 2018 og þótti takast einstaklega vel, að sögn Ólafs. „Markmið sýning­arinnar er að kynna fjölbreytni íslensks landbúnaðar og hrein­leika íslenskrar matvælaframleiðslu.

Sýn­ingin verður jafnframt öfl­ugur kynningar­vettvangur þjónustu­fyrirtækja í landbúnaði og geta bændur og aðrir gestir kynnt sér á sýningunni það nýjasta í tækjum og hvers kyns rekstrarvörum fyrir landbúnað og annað sem þjónustufyrirtæki hafa að bjóða fyrir atvinnugreinina. Þá verða landbúnaðarafurðir kynntar á kynningarbásum. Ört vaxandi ferðaþjónusta í sveitum landsins og þjónusta við þá uppbyggingu mun einnig verða áberandi á sýningunni. Einnig verður metnaðarfull fyrirlestradagskrá í fyrirlestrarsal.“

Tímarit Bændablaðsins

Bændablaðið mun í tengslum við sýninguna gefa út Tímarit Bænda­blaðsins sem jafnframt verður sýningarskrá. Í tímaritinu verður að finna greinar um íslenskan landbúnað og kynningar ýmissa sýningaraðila.

Mikill áhugi

„Við finnum fyrir miklum áhuga hjá bændum og líka víðar að enda kominn tími til að menn hittist á fagsýningu. Mikil eftirvænting er hjá sýnendum að hitta viðskiptavini, bæði nýja og svo gamla og gróna viðskiptavini. Þá er Laugardalshöllin eina sér­hannaða sýningarhöllin á Ís­landi og einstaklega vel staðsett. Því til viðbótar ákváðum við að hækka ekki básaverðið frá síðustu sýningu 2018 til að koma til móts við fyrirtækin í Covid og kunna sýnendur vel að meta slíkt framtak

Landbúnaðarsýningin 2018 sló öll aðsóknarmet í Laugar­dals­höllinni. Undirbún­ingur fyrir næstu sýningu gengur vel og fjöldi fyrirtækja hefur þegar tryggt sér bás og fleiri hafa sýnt áhuga á að vera með. Það er ljóst að það stefnir í glæsilega landbúnaðar­sýningu í haust,“ segir Ólafur.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...