Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Starfshópur um hreindýraeldi skilar tillögum
Fréttir 24. júní 2015

Starfshópur um hreindýraeldi skilar tillögum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Starfshópur um hreindýraeldi hefur afhent Sigrúnu Magnúsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra skýrslu og niðurstöður sínar um hugmyndir um hreindýraeldi og hreindýraræktun sem nýja búgrein á Íslandi.

Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði starfshópurinn í febrúar 2014 og var honum falið að draga fram þau atriði sem gætu skipt máli fyrir villt hreindýr hér á landi, verndun þeirra og veiðar, búfjársjúkdóma og landbúnað og landnýtingu.

Á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins segir að starfshópurinn mælir ekki með því að tekið verði upp hreindýraeldi eða stórfelldur hreindýrabúskapur hér á landi ef á sama tíma eigi að standa vörð um villtan stofn hreindýra í landinu.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að veruleg hætta sé á aukinni tíðni og útbreiðslu sjúkdóma einkum í tengslum við hættuna á samgangi eldisdýra við villt dýr og annan bústofn. Bent er á að hreindýraeldi sé þess eðlis að því fylgi óhjákvæmilega umtalsverð breyting á landnýtingu og það takmarki aðra landnýtingu og aðgengi almennings að landinu vegna nauðsynlegra girðinga. Þá þurfi slíkar girðingar að vera verulega háar og ná yfir stór svæði eigi þær að þjóna tilgangi sínum.

Hópurinn telur að ef vegnir eru saman þeir kostir sem felast annars vegar í að viðhalda villtum hreindýrastofni og nýtingu hans með þeim hætti sem gert er í dag og hins vegar að heimila hreindýraeldi með óvissu um áhrif þess á náttúru landsins, þ.m.t. á hreindýrastofninn sjálfan og aðra þætti lífríkisins, sé farsælast að viðhalda núverandi sjálfbærri nýtingu og verndun villtra hreindýra á Íslandi.
 

Hreindýrin á Íslandi - skýrsla starfshóps um hreindýraeldi

Skylt efni: Hreindúr | Umhverfismál

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...