Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Illyrði án innihalds
Lesendarýni 26. september 2019

Illyrði án innihalds

Höfundur: Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimahjáleigu, jós úr brunni sínum í síðasta tölublaði Bænda­blaðsins. Honum var heldur niðri fyrir, fór ófögrum orðum um framtíð íslensks landbúnaðar og hóf m.a. grein sína á orðunum „Eigi landbúnaðurinn í landinu að lifa af þá þarf að heyja stríð.“ Þar var jafnframt spjótunum beint að undirrituðum og notast höfundurinn við þá vafasömu aðferðafræði við skoðanaskipti að brúka upphrópanir og stóryrði án þess að gera nokkra tilraun til að rökstyðja mál sitt.

Á síðastliðnu ári boðaði ég til 16 opinna fund með bændum um allt land, og aldrei bar á svo vanstilltum málflutningi sem Einar Freyr færir fram, þó vissulega hafi umræður á stundum verið hressilegar og uppbyggjandi enda nauðsynlegt að takast á með málefnalegum hætti.

Fyrstur með ,,fréttirnar“

Í grein sinni vísar Einar til umræðu frá því í sumar um innflutning á lambahryggjum. Engu er til sparað í fullyrðingum um framgang þess máls, m.a. vísað til blaðamannafundar sem undirritaður á að hafa „afboðað á síðustu stundu“, en þetta er í fyrsta skipti sem ég  heyri um þennan meinta blaðamannafund. Þá er sú kostulega söguskýring sett fram að fyrrverandi landbúnaðarráðherra og núverandi menntamálaráðherra hafi átt einhverja aðkomu að því máli.  Þetta mun raunar vera í annað skipti sem þessu er haldið fram í þessu ágæta blaði. Því er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa á þessum vettvangi að hvorki fyrrverandi né núverandi ráðherrar áttu nokkra aðkomu að því máli eða höfðu áhrif á framgang þess. Ástæða þess að ekki var opnað á tollkvóta á hryggjum var einfaldlega sú að lagaleg skilyrði fyrir slíkri opnun voru ekki fyrir hendi. Fleiri fullyrðingar mætti leiðrétta enda af nægu að taka í þeim efnum en ég tel mikilvægara að ræða það sem mestu skiptir; framtíð íslensks landbúnaðar.

Skýr framtíðarsýn

Meginmarkmið ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í þessu samhengi er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð. Þá á Ísland að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum.

Til að framfylgja þessari stefnu­mörkun má meðal annars vísa til aðgerðaáætlunar í 17 liðum um að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvæla­framleiðslu. Þar er meðal annars kveðið á um:

  • Skipuð verði áhættumatsnefnd.
  • Átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.
  • Settur verður á fót Matvæla­sjóður með áherslu á eflingu nýsköpunar í innlendri matvæla­framleiðslu.
  • Opinber stefna um innkaup opinberra aðila á matvælum.
  • Mótun matvælastefnu fyrir Ísland.
  • Átak um betri merkingar mat­væla.
  • Vinna við að kanna þróun toll­verndar og stöðu íslensks land­búnaðar gagnvart breytingum í alþjóð­legu viðskipta­umhverfi.
  • Endurskoðun á tollskrá fyrir landbúnaðarvörur.

Unnið hefur verið staðfastlega að framgangi þessarar aðgerða­áætlunar, sem er í raun tíma­móta stefnumörkun Alþingis um land­búnað, líklega sú áhrifa­mesta í mörg ár, og er hún í forgangi í mínu ráðuneyti. Ég mun þann 1. nóvember nk. gefa Alþingi skýrslu um framgang áætlunarinnar en hún var samþykkt með 54 atkvæðum á Alþingi hinn 19. júní sl.

Stjórnsýsla landbúnaðarmála efld

Á sama tíma og unnið er að því að styrkja íslenska matvælaframleiðslu er verið að styrkja stjórnsýslu landbúnaðar- og matvælamála. Þannig samþykkti Alþingi í júní sl. frumvarp mitt um að verkefni Búnaðarstofu, sem nú heyrir undir Matvælastofnum, færast til atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðu­neytisins frá 1. janúar nk. Með því að koma þessum verkefnum á einn stað undir einni yfirstjórn í ráðuneytinu er horft til þess að auka möguleika til forgangsröðunar, gefa möguleika til að þróa stjórnsýsluna með skilvirkari hætti og þannig þjóna íslenskri matvælaframleiðslu enn betur en nú er gert.

Endurskoðun búvörusamninga

Á þessu ári stendur yfir endurskoðun á þeim búvörusamningum sem tóku gildi 1. janúar 2017. Í ár stendur yfir endurskoðun á öllum fjórum samningunum. Einni endurskoðun er raunar þegar lokið í kjölfar þess að ég óskaði eftir því í fyrra að endurskoðun sauðfjársamningsins yrði flýtt. Í kjölfarið var skrifað undir samkomulag um endurskoðun þess samnings í janúar sl. Þar er að finna breytingar sem ég tel að muni stuðla að meira jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á markaði með sauðfjárafurðir en það hefur verið einn helsti vandi greinarinnar undanfarin ár. Mikilvægast af öllu er að nú sjást skýr merki um að hagur sauðfjárbænda er að vænkast á ný.

Nú standa yfir viðræður um endurskoðun samnings um starfs­skilyrði nautgriparæktar. Þær viðræður ganga vel og vonast ég eftir að þeim ljúki hið fyrsta. Í kjölfarið verður gengið frá samning um garðyrkju og rammasamning. Þessari vinnu fylgir mikil ábyrgð fyrir bæði stjórnvöld og bændur enda felast í henni dýrmæt tækifæri til að búa svo um starfsskilyrði þessara greina að íslenskur land­búnaður nýti þau mikilvægu sóknar­færi sem hann sannarlega hefur. Til að svo megi verða þarf ekki stríð, heldur samstillt átak bænda og stjórnvalda.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...